Grýla og Leppalúði á ferð í Fljótsdal

grylaoggaul.jpgHin árvissa Grýlugleði verður haldin á Skriðuklaustri sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00. Von er á sagnaálfum og gaulálfum sem munu segja frá og syngja um Grýlu og hyski hennar sem búið hefur um aldir í Brandsöxlinni ofan við Víðivelli í Fljótsdal.

 

Ef að líkum lætur munu hin hræðilegu hjón renna á lyktina af álfunum og reyna að finna sér eitthvað í svanginn. Því er mikilvægt að börn mæti í fylgd með fullorðnum á Grýlugleðina.

Á Grýlugleðinni verður einnig tilkynnt um úrslit í teiknisamkeppni sem Gunnarsstofnun efndi til meðal nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla á Austurlandi og eftir alla gleðina er jólakökuhlaðborð hjá Klausturkaffi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar