Orkumálinn 2024

Hátíðarmessa og kaffi á aldarafmæli Seyðisfjarðarkirkju

Stór stund rennur upp á sunnudaginn kemur þegar haldin verður sérstök hátíðarmessa af því tilefni að hin þekkta og fallega Seyðisfjarðarkirkja verður hundrað ára gömul.

Af því tilefni mun vígslubiskupinn á Hólum, Gísli Gunnarsson,  prédika og lýsa blessun auk þess sem sr. Þorgeir Arason, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjóna fyrir altari í kjölfarið. Eftirleiðis munu bæði kór Seyðisfjarðarkirkju og Múlakvartettinn syngja og leiða almennan söng auk þess sem Rusa Petriashvili syngur einsöng.

Litlum vafa er undirorpið að litrík Seyðisfjarðarkirkja er eitt helsta kennileiti Seyðisfjarðar og að líkindum ein mest myndaða kirkja landsins ef marka má fjölda mynda af henni á samfélagsmiðlum og í ljósmyndasöfnum á netinu.

Hún var byggð á árunum 1920 til 1922, hönnuð af Jóni G. Jónassyni málarameistara en yfirsmiður var Sigurður Björnsson. Núverandi kirkja er að hluta til byggð upp úr eldri kirkju sem stóð á Vestdalseyri fram til 1920 en hún var reist að tilstuðlan Kvenfélags Seyðisfjarðar sem sá um alla fjáröflun og umsjón með byggingunni. Kirkjan var formlega friðuð í desember 2012.

Hátíðarmessan hefst kl. 14 en að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í Herðubreið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.