Hvetja Austfirðinga til að mæta á lokadaga Eistnaflugs – Myndir

Síldarvinnslan í Neskaupstað í samvinnu við Eistnaflug bjóða lækkað verð á miðum fyrir seinustu tvo daga hátíðarinnar. Markmiðið er að hvetja Austfirðinga til að mæta. Mikil stemming var á tónleikum gærkvöldsins.


Hátíðin stendur í fjóra daga en hún hófst á miðvikudagskvöld. Í morgun var tilkynnt um samstarfið sem þýðir að miðar á tónleikana í kvöld og á morgun kosta 15.000 krónur í staðinn fyrir 22.500.

Miðarnir eru til sölu á tix.is og í miðasölunni sem er í gamla innganginum í Verkmenntaskólann en aðaltónleikasalur hátíðarinnar er í íþróttahúsinu við hliðina.

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni segir að þar sem makrílvertíðin sé handan við hornið sé tilfalið fyrir starfsfólk sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi til að lyfta sér aðeins upp áður en vaktirnar byrji.

„Síldarvinnslan vill með þessu einnig hvetja aðra bæjarbúa og aðra Austfirðinga til að sækja hátíðina og njóta þeirra tónleika sem í boði.“

Dagskráin í dag hófst klukkan tvö með tónleikum Atómsstöðvarinnar sem er að meirihluta skipuð uppöldum Austfirðingum. Af öðrum sveitum í kvöld má nefna Skálmöld, Mugison og Max og Iggor Cavalera sem kenndir eru við Sepultura.

Hátíðinni lýkur með tónleikum Jónasar Sig og Ritvéla framtíðarinnar sem eiga að byrja að spila kortér yfir tvö aðfaranótt sunnudags. Á laugardagskvöld spila einnig Ham, Dimma, Sólstafir og The Dillinger Escape Plan.

Átján ára aldurstakmark er á hátíðina en ungmenni undir 18 ára mega vera til 23:00 í fylgd og á ábyrgð fullorðinna.

Mikil stemming var á svæðinu þegar Austurfrétt átti leið um í gærkvöldi þegar hljómsveitirnar Zhrine, Naga, Auðn og hin sænska Bloodbath komu fram.

 

Eistnaflug 2017 0015 Web
Eistnaflug 2017 0018 Web
Eistnaflug 2017 0020 Web
Eistnaflug 2017 0042 Web
Eistnaflug 2017 0049 Web
Eistnaflug 2017 0054 Web
Eistnaflug 2017 0080 Web
Eistnaflug 2017 0092 Web
Eistnaflug 2017 0102 Web
Eistnaflug 2017 0113 Web
Eistnaflug 2017 0138 Web
Eistnaflug 2017 0144 Web
Eistnaflug 2017 0160 Web
Eistnaflug 2017 0163 Web
Eistnaflug 2017 0167 Web
Eistnaflug 2017 0173 Web
Eistnaflug 2017 0192 Web
Eistnaflug 2017 0210 Web
Eistnaflug 2017 0219 Web
Eistnaflug 2017 0235 Web
Eistnaflug 2017 0256 Web
Eistnaflug 2017 0257 Web
Eistnaflug 2017 0267 Web
Eistnaflug 2017 0275 Web
Eistnaflug 2017 0029 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar