Markmiðið að skila gestum með bros á vör

„Að vera með ferðamenn var bara ekki í kortinu, þaðan af síður að fara að taka pening af þeim. Ég segi nú ekki að maður hafi fengið bágt fyrir, en maður fékk svona glósur, að þetta ætti nú bara ekki heima til sveita,“ segir Ólafur Eggertsson, ferðaþjónustubóndi á Berunesi í Berufirði, en þar er að finna eina rótgrónustu ferðaþjónustu landsins.


Ólafur og kona hans Anna Antoníusdóttir hafa rekið farfuglaheimili á Berunesi frá því 1973 eða í 44 ár. Gistingin er í aldargömlu virðulegu húsi þar sem gamli tíminn hefur fengið að halda sér þrátt fyrir að komið hafi verið nokkuð á móts við kröfur nútíma ferðamáta.

Frá árinu 2008 hefur Berunes verið á lista þeirra heimila sem að gefnar eru umsagnir og einkunnir í gegnum bókunarvef Farfugla og síðan þá hefur það verið í topp 10 yfir bestu Farfuglaheimili heims samkvæmt einkunnagjöf dvalargesta sjálfra.

Hér má horfa á viðtal við Ólaf sem birtist í þættinum Að austan í síðustu viku. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar