Skip to main content

Myndir frá Stöðvarfirði í Washington Post

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. sep 2022 12:32Uppfært 06. sep 2022 12:33

Svipmyndir úr ferðalagi bandarísks blaðaljósmyndara til Stöðvarfjarðar birtust um helgina hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post.


Ljósmyndarinn, Evan Cobb frá South Bend í Indianafylki, segist hafa heillast af hráleika og krafti íslenskrar náttúru þegar hann kom fyrst til landsins fyrir þremur árum.

Síðan hafi hann þráð að komast aftur og látið af því verða nú í sumar. Hann hafi ekki getað hægt að mynda frekar en í fyrra skiptið en þó séð landið í öðru ljósi.

Evan segir landið ekki bara vera Gullfoss og Geysi heldur fallega firði og þorp meðfram Hringveginum. Myndsafnið sem hann birtir í Washington Post ber þess merki, af 16 myndum eru tvær af Austfjörðum, báðar frá Stöðvarfirði.

Evan hefur í ferð sinni myndað augljóslega bæði náttúru og mat en myndirnar frá Stöðvarfirði skiptast einmitt þar á milli.