Rekstur nýr tjaldsvæðis á Egilsstöðum auglýstur
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur gefið atvinnumálanefnd sveitarfélagsins heimild til að auglýsa rekstur nýs tjaldsvæðis á Egilsstöðum, sem nú er í uppbyggingu. Þá verður jafnframt auglýst eftir áhugasömum aðilum um nýtingu og rekstur á ónýttum hluta gamla trésmíðaverkstæðis Kaupfélags Héraðsbúa sem er við hlið væntanlegs tjaldsvæðis. Þar hefur verkefnið Þorpið einmitt lýst áhuga á að fá inni fyrir verkstæði undir handverk og hönnun.