„Það er í lagi þó það rigni - þetta er Ísland“

„Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem við gerum eitthvað svona, við stöndum reglulega fyrir einhverju skemmtilegu fyrir börnin,“ segir Joanna Kapuscik, önnur þeirra sem stendur fyrir Barnadegi á Reyðarfirði á laugardaginn.



„Þetta er í tengslum við kaþólsku kirkjuna, en við erum dugleg að gera eitthvað fyrir börnin. Við höfum haldið jólaskemmtanir, leikrit, verið með ratleik, haldið þemapartý og haldið barnadaga eins og þennan,“ segir Johanna, en með henni í skipulagningunni er vinkona hennar Joanna Styczeń.

Fjörið verður á vellinum við Grunnskóla Reyðarfjarðar og hefst klukkan 12:00. Þær nöfnur segja Barnadaginn fyrir alla og hann sé alls ekki aðeins bundinn við þá sem tilheyra kaþólsku kirkjunni.

„Nei alls ekki, það eru allir velkomnir. Það er svo gaman að fjölskyldur komi saman, leiki sér, grilli og borði saman. Það er í lagi þó það rigni, þetta er Ísland, þá bara klæða sig allir í pollagalla. Það er bara um að gera að koma og hafa gaman saman, segir Joanna Styczeń

Hver fjölskylda borgar 1000 krónur í matarkostnað. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Barnadagur1

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar