„Þetta er fyrir alla Austfirðinga“

„Það hefur verið stöðug aukning frá því við byrjuðum í desember 2015,“ segir Sonja Ólafsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri CrossFit Austur á Egilsstöðum, en Að austan heimsótti stöðina í vor.

Crossfit er alhliða styrktar- og úthaldsþjálfun og miðar æfingakerfið að því að undirbúa iðkendur þess til að takast á við líkamlegar áskoranir af hvaða tagi sem er án þess að sérhæfa sig í neinni grein.

Um 200 manns æfa nú hjá CrossFit austur og koma iðkendur allsstaðar að Austurlandi, en auk hefðbundinna tíma á staðnum er einnig boðið upp á fjarþjálfun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar