Tónleikar alla helgina í Havarí

Efnt verður til tónleikaveislu í Havarí að Karlsstöðum í Berufirði um helgina. Þrennir tónleikar verða næstu fjögur kvöld.


Veislan hefst í kvöld þegar ein vinsælasta rapphljómsveit landsins, Úlfur Úlfur mætir til leiks.

Annað kvöld er röðin síðan komin að Mugison og Láru Rúnars ásamt hljómsveit.

Helginni lýkur á sunnudagskvöld þegar Valdimar og Örn Eldjárn koma fram saman. Á undan þeim stíg á svið Fáskrúðsfirðingurinn Anya Shaddock, sigurvegari Samfés 2017. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Valdimar og Örn verða víðar á ferðinni eystra um helgina. Þeir spila í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld, Miklagarð á Vopnafirði á morgun og Fjarðarborg Borgarfirði á laugardag.

Dagskrá listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði heldur áfram í kvöld. Klukkan fimm mun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, flytja fyrirlestur um egó í stjórnmálum.

Klukkan 20:00 hefst hins vegar danssýning hópsins 155 í Herðubreið. Hópurinn er skipaður Hollendingum sem stýra danssmiðju á hátíðinni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar