Útsvar: Hversu vel þekkja þau andstæðinginn?

Stórslagur verður í kvöld þegar Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað mætast í annarri umferð Útsvars. Af því tilefni fáum við einn keppanda úr hvoru liði til þess að svara spurningum í yfirheyrslu vikunnar, auk þess sem þeir svara sömu spurningum um keppinautinn.

 


Er þetta þriðji vetur Hákons í liði Fjarðabyggðar en Dagmar Ýr er á sínum fyrsta vetri fyrir Fljótsdalshérað.

Fullt nafn: Hákon Ásgrímsson.
Aldur: 49 ára.
Starf: Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðahafna.
Maki: Anna Elín Jóhannsdóttir.
Börn: Jóhann, Auður og Steinar.

Fullt nafn: Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Aldur: 35.
Starf: Upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.
Maki: Guðmundur Hinrik Gústavsson. 
Börn: Hinrik Nói, 7 ára og Óliver Ari, 2 ára.


Hver eru þín helstu áhugamál?
Dagmar Ýr: Samvera með fjölskyldunni – ég er rosalega lítil áhugamálamanneskja, finnst reyndar mjög gaman að fara í bíó, leikhús og á tónleika þegar ég kem því við.
Hákon giskar: Sauðfjárrækt og fjölmiðlar.

Hákon: Skíði og útivist
Dagmar Ýr giskar: Ég finn á mér að Hákon er safnari og dundar sér gjarnan við frímerkja- og myntsafnið sitt, ekki?


Duldir hæfileikar?
Dagmar Ýr: Ég er mjög dulda listræna hæfleika – þeir eru reyndar svo duldir og djúpt á þeim að þeir hafa ekki komið fram ennþá!
Hákon giskar: Þekkir öll fjármörk á Jökuldal!

Hákon: Eiginkonan segir að ég sá bráðsnjall að baka og elda (hugsanlega er það til að hvetja mig við heimilsverkin)
Dagmar Ýr giskar: Mig grunar að Hákon skynji hina framliðnu.


Hvað er í töskunni/vösunum?
Dagmar Ýr: Ég er oftast með tölvutöskuna mína með mér og í henni er alls konar dótarí, veski, sími, tölvan, hleðslutæki og einhverjir pappírar sem ég þarf að fara í gegnum!
Hákon giskar: Sími, vettlingar og húfa.

Hákon: Bíllyklar og sími
Dagmar Ýr giskar: Hann er með símann, kortaveski og bíllyklana í vösunum.


Hver er þinn helsti kostur?
Dagmar Ýr: Ég er hress og reyni að koma alltaf vel fram við annað fólk.
Hákon giskar: Glaðlynd og gestrisin.

Hákon: Fljótur að átta mig á hlutunum.
Dagmar Ýr giskar: Hann er viskubrunnur.


Hver er þinn helsti ókostur?
Dagmar Ýr: Get verið rosalega óþolinmóð.
Hákon giskar: Getur ekki sagt nei, allavega ekki við soltna ferðalanga sem banka að dyrum.

Hákon: Óþolinmæði
Dagmar Ýr giskar: Þótt hann beri það ekki með sér þá ætla ég að giska á að hann sé með mikið skap.


Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu?
Dagmar Ýr: Ég er hrifin af fólki sem hristir vel upp í viðteknum venjum og fær fólk til að endurmeta stöðuna, ég hefði t.d. verið til í að kynnast Rosu Parks.
Hákon giskar: Halldór Laxness.

Hákon: Nikolai Tesla.
Dagmar Ýr giskar: Ghandi.


Hvernig er tónlistarsmekkurinn þinn?
Dagmar Ýr: Ég hlusta voðalega mikið ennþá á sömu tónlist og ég gerði á unglingsárunum og uppúr þeim, í uppáhaldi eru t.d. Pearl Jam. Ég myndi segja að ég sé rokk megin í lífinu án þess að fara út í mikið þungarokk. Svo get ég líka dottið í að hlusta á tónlist frá sjöunda og áttunda áratugnum.
Hákon giskar: Dagmar hýtur að vera þungarokkari sem telur niður dagana þangað til Eistnaflug byrjar.

Hákon: Alæta á tónlist, kann líka vel að meta þögn.
Dagmar Ýr giskar: Ég ætla að skjóta á að hann hlusti mest á blús og jazz.


Ertu A eða B manneskja?
Dagmar Ýr: Meiri A en B.
Hákon giskar: A.

Hákon: A.
Dagmar Ýr giskar: Hákon er A manneskja.


Hvernig líta kósífötin þín út?
Dagmar Ýr: Náttbuxur og mjúk peysa eða bolur.
Hákon giskar: Lopapeysa og gúmmískór.

Hákon: Stuttbuxur og íþróttabolur.
Dagmar Ýr: Hann hlýtur að eiga mjúkar og notalegar joggingbuxur, líklega í gráum lit.


Ef þú vilt gera vel við þig, hvað gerir þú?
Dagmar Ýr: Fer fínt út að borða, eða í dekur á snyrtistofu – er algjör nautnaseggur og elska að láta stjana við mig!
Hákon giskar: Eldar hreindýrasteik (af Jökuldal).

Hákon: Blanda Mai Thai.
Dagmar Ýr giskar: Hákon er örugglega svona nautasteik og rauðvín týpa.


Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum?
Dagmar Ýr: Ég myndi vilja tryggja jafnrétti fyrir alla hópa og að almennt væri meiri gæska og kærleikur milli fólks.
Hákon giskar: Friður á jörð og blóm í haga.

Hákon: Tryggja gott veður í sumarfríinu og gott skíðafæri á veturna.
Dagmar Ýr giskar: Ég held að Hákon sé friðarsinni og myndi vilja stuðla að heimsfriði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar