„Viljum að stelpur séu frekar, hafi hátt og skapi sér pláss“

„Við ætlum að leyfa okkur að einblína á stelpur að þessu sinni en vonandi vinnum við með aðra hópa í framhaldinu,“ segir Kristín Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en í febrúar verður fyrsta námskeið í námskeiðaröðinni Stelpur skapa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.


Námskeiðaröðin Stelpur skapa fer af stað í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í febrúar, en áætlað er að í það minnsta fjögur námskeið verði í ár.

Það fyrsta nefnist Stelpur skjóta, en það er helgarnámskeið í kvikmyndagerð. Einnig eru námskeiðin Stelpur rokka, Stelpur mynd og Stelpur rappa á áætlun í ár. 

„Um er að ræða tveggja til þriggja daga námskeið fyrir ungar stelpur, til dæmis verður fyrsta námskeiðið, Stelpur skjóta, fyrir stelpur á aldrinum 13-16 ára, en aldurstakmark verður aðeins breytilegt og auglýst fyrir hvert námskeið. Þetta verða alvöru námskeið þar sem fagfólk í hverri grein kemur og kennir stelpunum,“ segir Kristín.

En af hverju bara stelpur? „Við stefnum að því að vinna með aðra hópa í framhaldinu, en við finnum ákveðna þörf með þennan hóp, ungar stelpur og þá krakka sem taka sér ekki pláss. Stelpur eru allt of gjarnar á að setjast bara í afturstætið. Við viljum að stelpur læri að vera frekar, hafa hátt og skapa sér pláss.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar