Vorboðinn ljúfi

Tónleikar Kórs Flensborgarskóla í Hafnarfirði verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði annað kvöld kl. 20:00.

Með vortónleikum þessum lýkur hefðbundnu vetrarstarfi ungmennanna í Kór Flensborgarskólans og hluti söngvara kveður kórinn um leið og þeir útskrifast frá skólanum.

flens-landi-a4-c1.jpg

 

Kór Flensborgar hefur starfað samfleytt í ellefu ár undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og er allt áhugafólk um kórsöng hvatt til að mæta á tónleikana og kynnast af eigin raun því kraftmikla og metnaðarfulla starfi sem fram fer innan kórsins.

Kórinn hefur notið mikilla vinsælda og uppselt hefur verið á alla tónleika hans í Hafnarfirði undanfarin ár. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og við allra hæfi. Þar er að finna kórtónlist allt frá endurreisn til okkar tíma og verður til dæmis flutt nýtt verk Hildiunnar Rúnarsdóttur tileinkað Kór Flensborgarskólans.

Aðgangseyrir á tónleikana er krónur 1500 en 500 fyrir 15 ára og yngri. Gestir geta svo fengið sér kaffi í hléi í boði kórfélaga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar