Allar fréttir

Nýr vettvangur fyrir fólk í atvinnuleit

Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður opnuð á Egilsstöðum 12. febrúar. Að rekstri hennar koma Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun Austurlandi, Austurnet, AFL Starfsgreinafélag og VR, auk fleiri aðila. 375 eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun Austurlandi.

atvinnul.aus.jpg

Lesa meira

Kommasafn á Norðfirði

Elma Guðmundsdóttir skrifar:

  

Það hefur lengi verið eitt af áhugamálum mínum að koma upp safni í Neskaupstað, Kommasafni, sem innihéldi upplýsingar um hálfrar aldar valdatíð vinstri manna í Neskaupstað eða þaðan af meira. Ég vil nefna það Kommasafn.

agl_bls_9_290109.jpg

Lesa meira

Ríkisvaldið skýri hvernig staðið skuli að hreindýraveiðum

Jónas Egilsson stjórnmálafræðingur bloggar á bloggvef Morgunblaðsins um dóminn yfir mönnunum sem dæmdir hafa verið til fésekta vegna aksturs á sexhjóli við hreindýraveiðar. Hann segir ríkisvaldið skulda veiðimönnum og leiðsögumönnum skýringar á því hvernig skuli staðið að veiðum hreindýra á Íslandi.

mynd_tarfur__fljti.jpg

 

Lesa meira

Golfiðkun undir þaki í Fellabæ

Um hundrað manns mættu í Golfsmiðjuna í Fellabæ sem opnuðu á laugardag í húsnæði gömlu Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, en þar hefur verið opnuð glæsileg golfaðstaða fyrir unga jafnt sem aldna. Boðið var upp á kaffi og vöfflur auk bakkelsis frá Fellabakaríi í tilefni dagsins. Þeir Gunnlaugur óg Ágúst Bogasynir leggja til húsnæðið. Golfáhugafólk tekur þessari glæsilegu aðstöðu vísast fagnandi nú þegar harðskafi liggur yfir útivöllunum.

golfheimar_0211.jpg

Lesa meira

Leggið ekki á hálendið á vanbúnum bílum

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda fólki á að ferðast ekki um hálendið á vanbúnum bílum en nokkuð hefur borið á því undanfarið.  Þó að GSM samband sé stöðugt að batna á hálendinu er enn langt frá því að samband sé alls staðar.

vefur_veur.jpg

Lesa meira

Þorrinn til Gunnhildar og Þráins

Þorrinn var veittur í fimmtánda sinn á Egilsstaðaþorrablóti seint í janúar. Að þessu sinni fór hann til hjónanna Gunnhildar Ingvarsdóttur og Þráins Skarphéðinssonar fyrir að viðhalda þjóðdansahefð Íslendinga.

rinn_og_gunnhildur_vefur.jpg

Lesa meira

Almennt námskeið um bækur Þórbergs

Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn.

g89iseeg.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar