Allar fréttir

Vara við tækifærispólitík

Fullveldissinnar finna aldrei flöt á fullveldisafsali, segir í fréttatilkynningu frá L-lista fullveldissinna. Listinn varar alvarlega við tækifærispólitík og hentistefnu gömlu stjórnmálaflokkanna sem hvergi verði átakanlegri en í orðræðu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um ESB mál. Í hádegisfréttum og viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagðist Steingrímur J. Sigfússon formaður VG geta fundið þann flöt á Evrópumálunum sem samrýmist stefnu Samfylkingar.

l-listinn_enginn-bakgrunnur.gif

Lesa meira

Eini flokkurinn sem reynir að stöðva skriðuna

,,Þegar sjást mikil merki þess hversu óráðlegt er að þjóðin nýti kosningar til að koma á hreinni vinstri stjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundi á Egilsstöðum í gærkvöld.  Sigmundur Davíð ásamt Birki Jóni Jónssyni, Huld Aðalbjarnardóttur og Svanhvíti Aradóttur funduðu á Hótel Héraði og voru þar um áttatíu manns. Í gærdag hittu þau fólk víðar á Austurlandi.

framskn_fyrsta.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

ti0126197.jpg

Fiðrildi dansa á flugvellinum

Á morgun, föstudag, mun Dansfélagið Fiðrildin sýna þjóðdansa fyrir flugfarþega og almenning á Egilsstaðaflugvelli. Hefst sýningin kl. 19:45. Michelle Lynn Mielnik, félagi í Fiðrildunum, segir þetta vera fyrstu sýningu félagsins í þó nokkurn tíma, en jafnframt þá fyrstu af mörgum sem verða í sumar, meðal annars í tengslum við ferðaþjónustu.

firildi.jpg

Lesa meira

Fékk ekki að fjarlægja vélar

Í gær voru vélar í eigu Fossvíkur ehf., sem áður rak frystihúsið á Breiðdalsvík, kyrrsettar með úrskurði sýslumannsins á Eskifirði. Aðili á vegum Fossvíkur kom þeirra erinda að fjarlægja vélar í eigu fyrirtækisins úr frystihúsinu, þar sem Festarhald ehf. rekur nú matvælavinnslu.

frystihs__breidalsvk.jpg

Lesa meira

Reiðir sjálfstæðismenn

Björn Valur Gíslason skrifar:    Sjálfstæðismenn standa nánast á öndinni af vanþóknun yfir því að tilraun sé gerð til að bjarga tveim fjárfestingabönkum frá hruni. Bankarnir sem hér um ræðir eru VBS fjárfestingabanki og Saga Capital. Því er haldið fram að bankarnir tveir hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu af hálfu fjármálaráðuneytisins, lán á vildarkjörum sem öðrum bjóðast ekki. Gagnrýni sjálfstæðismanna hefur fyrst og fremst beinst að samningi ráðuneytisins við Saga Capital en það jafnvel gefið í skyn að fjármálaráðherra sé að hygla þar vinum sínum eða flokksmönnum. Fátt er jafn fjarri sanni.

bjrn_valur_gslason.jpg

Lesa meira

Listahátíð í Dalatangavita

Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í vor að óhefðbundinni listsýningu í fjórum vitum hringinn í kring um landið, einum í hverjum landsfjórðungi. Myndlistarmönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín í vitunum, sem verða opnir ferðalöngum fram yfir verslunarmannahelgi. Um er að ræða Dalatangavita, Garðskagavita, Bjargtangavita og Kópaskersvita. Listamaðurinn Unnar Örn sýnir á Austurlandi og opnar sýningin um miðjan maí.

dalatangi.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.