Allar fréttir

Búast við handboltamóttökum

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs, sem tapaði í úrslitum fyrir liði Kópavogs, reiknar með höfðinglegum móttökum þegar það snýr aftur til Egilsstaða.

 

Lesa meira

Hagfræðin með augum asna

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar um lífeyrissjóði:     Nú er mikið í umræðunni að erlendar eignir sjóðanna séu traustar og vel tryggar í hinum ýmsu fjárfestingasjóðum hingað og þangað um heiminn. Þá hafa  þeir sem fjárfesta ævisparnaði fólks helst einir á orði, þessa meintu gæfu og verðmæta sem þær eignir bera. Þegar innleysa á sparnaðinn tala þeir hins vegar um hversu erfiðlega gangi að losa þessar eignir vegna “markaðsaðstæðna” því lítið fáist fyrir þessar ,,mjög svo verðmætu” eignir við núverandi ástand því seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem enginn.

Lesa meira

Lið Fljótsdalshéraðs beið lægri hlut

Lið Kópavogs sigraði lið Héraðsbúa með 69 stigum gegn 62 í úrslitakeppni Útsvars í Sjónvarpi í kvöld. Lið Fljótsdalshéraðs fór hægt af stað en náði þó nokkurri viðspyrnu er leið á keppnina. Hún fór þó fyrir lítið. Liðið má þó vel við una að hafa náð svo langt í keppninni og tapa með aðeins sjö stiga mun. Nokkur fjöldi fólks var á Hótel Héraði í kvöld til að fylgjast með keppninni á breiðtjaldi.

utsvar.jpg

Er íslensku þjóðinni þrátt fyrir allt borgið?

Þórólfur Vigfússon fæddist á bænum Kirkjubóli í Vaðlavík árið 1932. Hann fluttist 1963 til Eskifjarðar og hefur búið á Reyðarfirði frá árinu 1968. Þórólfur er draumspakur og tekur drauma alvarlega. Hann hefur til dæmis dreymt fyrir forsetakjöri. Draum þann er hér fer á eftir dreymdi Þórólf aðfararnótt 2. ágúst 2008.

rlfur_vigfsson_fr_vlavk_1_vefur.jpg

Lesa meira

Íslenskum skipum heimilt að veiða álíka af makríl og í fyrra

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa á þessi ári. Miðað er við að heildarafli á árinu fari ekki yfir 112.000 tonn, þar af 20.000 tonn á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja. Fari aflinn yfir þetta magn mun ráðherra ákveða hvort gripið skuli til veiðibanns eða takmarkana. Þetta er svipað magn og veiddist í fyrra.

fiskur.jpg

Lesa meira

Neytendasamtökin segja gjaldtöku óásættanlega

Nýlega voru samþykkt lög sem heimila neytendum að taka út allt að einni milljón króna af séreignarsparnaði sínum. Lögunum var breytt í meðförum Alþingis á þann veg að nú er ráðherra heimilt að ákveða með reglugerð heimild vörsluaðila (bankar, lífeyrissjóðir) til að innheimta sérstakt gjald vegna umsýslu við útgreiðslu þessa sparnaðar. Þessi breyting kom ekki til skoðunar Neytendasamtakanna eða annarra umsagnaraðila, þar sem henni var bætt inn í eftir að frumvarpið hafði verið sent til umsagnar.

 

12870019.jpg

Lesa meira

Prófkjör Sjálfstæðismanna í NA á morgun

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi hefst í fyrramálið klukkan 09. Talið verður á sunnudag og verða tölur væntanlega birtar að áliðnu kvöldi þess dags. Tíu eru í framboði og gefur Kristján Þór Júlíusson einn kost á sér í fyrsta sæti. Þrjú sækjast eftir öðru sætinu; Arnbjörg Sveinsdóttir, Soffía Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.

491390b.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar