Allar fréttir

Farið varlega með flugeldana!

Nú eru áramótin að nálgast og því miður fylgja þeim alltaf flugeldaslys. Ólöf Snæhólm, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir  tölfræði sýna að dagana fyrir og eftir áramót séu drengir í mestri hættu þegar kemur að flugeldaslysum. Flest verði þau þegar teknir eru í sundur flugeldar og gerðir úr þeim sprengjur sem valda alvarlegustu slysunum; jafnvel örkumlun.

picture5_copy.jpg

Lesa meira

Fimm áramótabrennur í Fjarðabyggð

Fimm áramótabrennur verða í Fjarðabyggð og í kjölfar þeirra glæsilegar flugveldasýningar.  Að sögn aðila frá björgunarsveitunum  fer flugeldasala vel af stað og stefnir allt í að áramótin í  Fjarðabyggð verði kvödd með hvelli.  Veðrið ætti ekki að stoppa neinn í að njóta herlegheitanna  þar sem veðurspáin fyrir Austurland er mjög góð. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er spáð köldu veðri og hægum vindi og hentar það vel til útiveru og flugeldaskota.

Brennur verða á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði eins og hér segir:

11_07_53_thumb.jpg

Lesa meira

Bílvelta í Hamarsfirði

Bíll valt í Hamarsfirði í gærdag. Fjórir voru í bílnum en slösuðust ekki og þykir það mildi. Sjúkrabifreið kom á vettvang en þegar til kom þurfti einungis einn úr bílveltunni minni háttar aðhlynningu á heilsugæslunni á Djúpavogi, vegna höfuðhöggs. Bíllinn er ónýtur.

19_20_59---snow-covered-road_web.jpg

Lesa meira

Læknum á Austurlandi sagt upp og endurráðið með breyttu vaktfyrirkomulagi

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) er nú að senda út uppsagnarbréf til allra lækna stofnunarinnar og taka þær gildi um áramót.

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að fyrirhugaðar séu uppsagnir ráðningarsamninga við lækna stofnunarinnar vegna þess að gera eigi breytingar á vaktafyrirkomulagi.

logo.gif

Lesa meira

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögu um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009 að upphæð 3.900 milljónir króna og hefur Kristján L. Möller samgönguráðherra samþykkt tillögu nefndarinnar. Framlögin verða greidd sveitarfélögunum mánaðarlega.

Einnig hefur ráðgjafanefndin lagt fram áætlun um heildarúthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009 og nema þau alls rúmum 1.300 milljónum króna.

Lesa meira

Opinn fundur um hafrannsóknir í dag

Síldarvinnslan hf. og Hafrannsóknarstofnun standa fyrir opnum fundi um rannsóknir á uppsjávarfiskum í Egilsbúð, Neskaupstað í dag kl. 14:00.

1042_15_3---north-shields-fish-quay_web.jpg

Lesa meira

Slátrun eldisþorsks gengur vel

Vel hefur gengið að slátra eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda á Djúpavogi en slátrun hófst í fyrradag. Byrjað er að vinna þorskinn í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi en þaðan fór hluti afurðanna ferskur í flugi á erlendan markað í gær. Þær afurðir eru nú komnar í kæliborð verslana ytra.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.