Allar fréttir

Arnbjörg, Björn og Ólöf í Fjarðabyggð eftir helgina

Björn Bjarnason, Ólöf Nordal og Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, verða með fundi í Fjarðabyggð í næstu viku.
Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á Fjarðahóteli Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00, þar sem Björn og Arnbjörg verða framsögumenn og á Hótel Capitano á Norðfirði á miðvikudag klukkan 12:00, en þar hafa Björn og Ólöf framsögu.

04_03_1---stock-market-prices_web.jpg

Lokahönd lögð á fullkomið námsver á Reyðarfirði

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Þar verður starfrækt námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands. Að auki flyst Reyðarfjarðarskrifstofa AFLs í húsið. Frágangur við neðri hæð þess er nú á lokastigi og hefst starfsemi þar í lok næstu viku.

vefur_bareyri_1_copy.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal forvitnilegs efnis er umfjöllun um stöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, auk annarra frétta og myndir af fyrsta nýja Austfirðingi ársins og öðrum nýburum sem fæðst hafa fyrstu daga hins nýja árs. Þá er Hallgríms Kjartanssonar, bónda á Glúmsstöðum II í Fljótsdal minnst, en hann lést í desember.

Austurglugginn er fréttnæmt vikublað fyrir alla Austfirðinga og fæst á öllum betri blaðsölustöðum í fjórðungnum. Áskriftasími er 477-1571.

Nýir eigendur að versluninni Við Voginn

Á föstudag tóku nýir eigendur við versluninni Við Voginn á Djúpavogi. Eigendaskiptin fóru fram fyrir milligöngu Djúpavogshrepps, í fullu samráði við fyrri eigendur, að því er segir í frétt frá sveitarfélaginu. Fyrirtækið er nú í eigu Vogs ehf. og Djúps ehf., en eigendur þeirra fyrirtækja eru Emil Karlsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jón Karlsson og Jónína Guðmundsdóttir.
Fyrri eigendur vilja koma á framfæri þökkum til heimamanna, starfsmanna, allra viðskiptavina og birgja fyrir ánægjuleg viðskipti í u.þ.b. tvo áratugi. Jafnframt senda þeir árnaðaróskir til hinna nýju eigenda.

 

Forvitnilegir tónleikar í kvöld

Andri Bergmann og Hafþór Valur verða með órafmagnaða tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, fimmtudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Flutt verða lög úr smiðju þeirra félaga ásamt fleirum góðum í bland. Kári Þormar forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og efla þannig austfirskt framtak.

 

Breiðdalshreppur vill að byggðakvóta verði úthlutað jafnt á báta

Breiðdalshreppur hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að í stað þess að miða við landaðan afla í úthlutun byggðakvóta, verði byggðakvóta sveitarfélagsins úthlutað jafnt á þá báta sem sækja um og uppfylla skilyrði reglugerðar um úthlutunina að öðru leyti.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Þátttakandi eða þiggjandi

Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað í Vopnafirði skrifar: Merkilegt hvað ástand síðustu vikna hefur oft orðið til þess að ég hef minnst ömmu minnar heitinnar. Stundum hefur mér fundist ég heyra hana reka upp sinn forðum fræga dillandi hlátur, séð hana slá sér á lær og taka bakföll af undrun yfir þeim makalausu fréttum sem fjölmiðlar ryðja yfir okkur landsmenn nokkrum sinnum á dag, dag eftir dag, viku eftir viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.