Allar fréttir

Áhrif kreppunnar á framtíðarsamfélagið

Komið er að annarri hrinu í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur sem hefur vakið mikla athygli fyrir nálgun á efni sem tengjast stærsta máli samtímans hér á landi, fjármálakreppunni, og líklegum áhrifum hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.  Á laugardag 14. mars munu fjórar þjóðkunnar konur flytja erindi um snertifleti fortíðar, samtímans og framtíðar við íslenskar bókmenntir, lögfræði og verkfræði. Lokafyrirlesturinn fjallar svo um uppbyggingu og samhæfingu þjónustu fyrir einstaklinga í atvinnuleit en þar hefur Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra þótt til fyrirmyndar á mörgum sviðum.

Lesa meira

Úrslitaviðureign Útsvars annað kvöld

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn því lið Fljótsdalshéraðs keppir við Kópavog í lokaúrslitum spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, annað kvöld í Sjónvarpi. Líkt og síðastliðinn föstudag, þegar lið Héraðsbúa vann sigur á Árborg, mun nýstofnaður íþrótta- og tómstundastjóður Hattar efna til samkomu, en nú á Hótel Héraði. Þar verður keppnin sýnd á breiðtjaldi og boðið upp á veitingar. Til stendur að sjónvarpa beint frá samkomunni í Útsvarsþættinum og því eru stuðningsmenn og velunnarar hvattir til að fjölmenna. Ágóði af aðgangseyri rennur til nýstofnaðs íþrótta- og tómstundasjóðs.

tsvar2.jpg

Lesa meira

Málefni Helgafells endurskoðuð

Djúpavogsbúar hafa þungar áhyggjur af rekstri dvalarheimilisins Helgafells. Var starfsfólki þar sent uppsagnarbréf fyrir síðustu mánaðarmót og jafnvel var í kortunum að rekstur yrði lagður af og vistmenn sendir á Höfn í Hornafirði eða í Egilsstaði. Nú eru hins vegar líkur til að viðunandi lausn verði fundin á næstu dögum. Íbúar á Djúpavogi afhentu heilbrigðisráðherra í gær undirskriftalista með áskorun um að lausn verði fundin hið bráðasta.

health-care.jpg

Lesa meira

Flokkun slóða innan þjóðgarðs

Samráðsfundur um flokkun slóða innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs á Snæfellsöræfum, verður haldinn í Gistihúsinu Egilsstöðum 13. mars kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn.

vatnth140.jpg

Háskólar kynntir í ME

Nú stendur yfir í Menntaskólanum á Egilsstöðum fundur þar sem allir háskólar landsins, sjö að tölu, kynna námsframboð sitt. Kynningarfundurinn stendur til kl. 15 í dag. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.haskoladagurinn.is.

 

Þjóðleiksverk frumsýnd á Austurlandi

Austfirskir skólar frumsýna nú hver á fætur öðrum leikrit undir merkjum Þjóðleiks. Leikhópurinn Lopi á Höfn og Leikfélagið Djúpið í Verkmenntaskóla Austurlands hafa þegar frumsýnt sín verk. Annað kvöld frumsýna grunnskólar Eskifjarðar og Borgarfjarðar eystra og Seyðfirðingar á laugardag. Þrettán hópar alls munu sýna frumsamin verk þriggja höfunda; þeirra Bjarna Jónssonar (Ísvélin), Sigtryggs Magnasonar (Eftir lífið) og Þórdísar E. Þorvaldsdóttur Bachmann (Dúkkulísa). Hóparnir sýna svo verkin á mikilli leiklistarhátíð á Egilsstöðum í áliðnum apríl.

_j_leikur_2.jpg

Lesa meira

Námskeið í þágu almannaheilla

Rauði krossinn efnir til námskeiðs í fjöldahjálp á laugardag. Er það ætlað fólki sem áhuga hefur á að taka þátt í verkefnum Rauða kross Íslands í skipulagi almannavarna. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins að Miðási 1-5 á Egilsstöðum 21. mars kl. 08 til 16 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

logo_redcross0206.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.