Allar fréttir

Snjóhengjur á húsþökum

Það er ekki aðeins að snjóalög séu nokkuð ótrygg í fjöllum og vel með þeim fylgst af snjóflóðaeftirlitsmönnum. Snjóalög geta einnig verið varasöm í þéttbýli, og ekki síst þegar þykkar snjóhellur taka að renna fram af þökum eða löng og oddhvöss grýlukerti myndast. Hallfríður Bjarnadóttir á Reyðarfirði sendi Austurglugganum þessa mynd af vænni snjóhellu sem pompar vísast innan tíðar niður í garðinn hjá henni og vonandi ekki ofan á neinn. Hafið varann á gagnvart snjó á þökum og grýlukertum.

snjhengja_hj_hallfri_vefur.jpg

Frjálsar handfæraveiðar

Sigurjón Þórðarson líffræðingur skrifar:   Frjálslyndi flokkurinn hefur um áraraðir lagt til að opna á frjálsar handfæraveiðar þannig að landsmenn gætu átt lítinn bát og sótt sér sjálfir björg í bú. Það er engin spurning að þetta litla mál yrði gríðarleg lyftistöng fyrir byggðirnar og yki bjartsýni í samfélaginu.2026_25_27---fishing-boat--holy-island--northumberland_web.jpg

Lesa meira

Heilsu- og hamingjuhrólfar fá viðurkenningu

Heilsuátak hófst í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 20. febrúar og stendur til 30 apríl. Fólk getur valið á milli þess að mæta þrisvar eða fimm sinnum í viku. Þeir sem ná því eiga möguleika á viðurkenningu sem er dregin út hálfsmánaðarlega. Nú hefur fyrsti útdráttur farið fram og viðurkenningar verða veittar síðdegis í dag.
sundlaug_-_rennibraut_-_pottar_2005__jpg.jpg

Lesa meira

Brúarásskóli fagnar þrjátíu ára afmæli

Brúarásskóli er 30 ára og verður af því tilefni haldin afmælishátíð í skólanum 20. mars næstkomandi. Fluttur verður á hátíðinni söngleikurinn Ævintýrasúpan eftir Ingunni Snædal, í leikstjórn höfundar og er tónlistarstjóri Jón Ingi Arngrímsson. Auk þess verður ýmislegt fleira til skemmtunar, svo sem getraunir, tombóla og sýning á gömlum myndum og námsbókum liðinna þriggja áratuga.

bruaras_logomynd2.jpg

Staðfestur listi VG

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur staðfest tuttugu manna framboðslista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Listinn var samþykktur á kjördæmisþingi í gær.

 

Lesa meira

Stjórnvöld höggvi ekki þar sem hlífa skyldi

Framhaldsskólakennarar ályktuðu um menntun og skólastarf á ársfundi sínum síðastliðinn fimmtudag. Félag þeirra hvetur stjórnvöld til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu og höggva ekki þar sem hlífa skyldi.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.