Mistök í Útsvari?
Dómara Útsvars kunna að hafa orðið á mistök þegar hann gaf Fljótsdalshéraði rangt fyrir svar þeirra við fimmtán stiga spurningu um Íslendingasögu.
Dómara Útsvars kunna að hafa orðið á mistök þegar hann gaf Fljótsdalshéraði rangt fyrir svar þeirra við fimmtán stiga spurningu um Íslendingasögu.
Kosið var um skipan á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á aukakjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum í dag. Talningu átti að vera lokið kl. 17 en tölur hafa þó enn ekki verið birtar. Fimmtán gáfu kost á sér á listann. Alþingismennirnir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar og Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, sóttust báðir eftir fyrsta sætinu, en Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, sóttist eftir 1. til 8. sæti listans.
Fjarðabyggð stendur fyrir íbúafundum um fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins 17. og 18. mars. Á fundunum stendur til að kynna fyrirliggjandi drög að stefnu sveitarfélagins, sem unnin eru af þrjátíu manna hópi fólks úr Fjarðabyggð. Í kjölfarið verður efnt til umræðu um lykilþætti stefnunnar og kallað eftir viðbrögðum og athugasemdum íbúanna. 17. mars verður íbúafundur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 20. 18. mars í Nesskóla kl. 20.
Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í dag. Fimmtán frambjóðendur gáfu kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslistans vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009. Alls greiddu 928 atkvæði.
Birkir Jón hlaut 505 atkvæði í fyrsta sæti. Höskuldur Þórhallsson hlaut 647 atkvæði í 1.-2. sætið.
Kristján Þór Júlíusson alþingismaður mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 25. apríl. Talningu í prófkjöri flokksins er nú lokið. Á kjörskrá voru 3.949. Atkvæði greiddu 2.041 og er það 51,7% kosningaþátttaka. Auðir og ógildir seðlar voru 41.
Tryggvi Þór Herbertsson er í öðru sæti listans og Arnbjörg Sveinsdóttir í því þriðja.Tíu buðu sig fram í prófkjörinu en kosið var um sex efstu sætin.
Þróttur Neskaupstað tapaði í dag 3-1 fyrir HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Leikið var í Laugardalshöll.
Örn Þorleifsson í Húsey skrifar: Mér dettur svolítið í hug þegar ég sit hér með kaffibollann fyrir framan mig inni í eldhúsi í birtingu og horfi á Hlíðarfjöllin og Hellisheiðina, þar sem ekki sér í dökkan díl í bröttustu hamrabeltunum eftir um tíu daga úrkomu hér niðri. Ef ég hugsa til sama tíma árið 1966 man ég að þá vorum við á jarðýtum og snjóbílum að ferðast yfir Fagradal í slóð. Oft var notalegt að stoppa aðeins og tylla sér ofan á toppinn á símastaur og reykja eina túrbó-camel.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.