Allar fréttir

00 Samgöng

Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið – Austurlandi
Stofnuð 29. júní  2002 í Mjóafirði.

jardgong.jpg

 Markmið samtakanna er að gera Mið – Austurland að einu atvinnu og þjónustusvæði, rjúfa vetrareinangrun og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli byggðarlaga á Mið  – Austurlandi.


Forsenda þess að byggja upp raunverulegt  atvinnu og þjónustusvæði  á Mið –Austurland  með 6000 – 7000 íbúum, er að bæta samgöngur og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli:

Eskifjarðar – Neskaupstaðar.
Neskaupstaðar – Mjóafjarðar – Seyðisfjarðar – Héraðs.


Jarðgöng stytta vegalengdir milli ofangreindra byggðarlaga verulega.

Dæmi um styttingar:

 Byggðarlög    með göngum   er í dag
 Neskaupstaður –   Seyðisfjörður  26  km  100 km
 Eskifjörður       –   Seyðisfjörður      25  km    72 km
 Reyðarfjörður   –   Seyðisfjörður    38  km  61 km
 Mjóifjörður       –   Seyðisfjörður   10 km   62 km
 Neskaupstaður –   Eskifjörður  21 km  22 km
 Neskaupstaður –   Egilsstaðir  43 km  71 km
 Mjóifjörður       –   Egilsstaðir     34 km    42 km 
 Egilsstaðir       –   Seyðisfjörður    34 km   27 km   

 

Vegalengd milli Seyðisfjarðar og Egilsstaðar lengist lítillega með göngum, en á móti kemur að ekið er um veg í u.þ.b 200 – 300m hæð, í stað rúmlega 630 m hæð eins og nú er gert þegar ekið er yfir Fjarðarheiði.
Hið sama er að segja um leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Í dag er þessi leið í 630m hæð, en færi mest í 230m hæð.                                   

"Kukl í fjárhúsum"

Mig langar svara bréfi um kukl í fjárhúsum sem er skrifað af  Birgi Baldurssyni, án þess þó að gefa upp starfsheiti þannig að maður getur ekki áttað sig á því hvort viðkomandi hefur einhver rök á bak við sína grein. svanbjorn.jpg

Lesa meira

Walkersetur opnar í lok júlí

Fræðasetur, tileinkað enska jarðfræðingnum George Walker, verður opnað í gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík í lok júlí. Þar verður einnig hýst safn um Stefán Einarsson, prófessor í bókmenntum frá Höskuldsstöðum í Breiðdal.


Lesa meira

Hjörleifur skrifar um Úthérað og Borgarfjörð eystri

Út er komin árbók Ferðafélags Íslands 2008 og er höfundur hennar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur sem skrifar hér um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Fallegar ljósmyndir sem flestar eru eftir höfundinn skreyta bókina auk þess sem hún hefur að geyma nákvæm kort af þeim byggðarlögum sem fjallað er um. hjolli_gutt.jpg

Lesa meira

Vigtunarmaður sakfelldur

Vigtunarmaður á Breiðdalsvík hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar, skjalafals og reglugerð um skráningu og vigtun sjávarafla. Hann var sýknaður af ákæru um brot á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

Lesa meira

Leiðari Austurgluggans 17. tbl. 30. apríl 2008

Ágæt staða

Við Íslendingar erum einstakir snillingar. Við höfum engan áhuga á Evrópusambandinu, enda erum við sjálfstætt fólk. Við þurfum ekki á Evrópskum reglum að halda. Þetta er sú stefna sem stjórnvaldshafar Íslands hafa.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar