,,Við starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði lýsum yfir eindregnum stuðningivið Hannes Sigmarsson, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og undrumst þá aðför sem að honum er gerð vegna hollustu hans við sjúklinga í Fjarðabyggð."
,,Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur í dag verið leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum."
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSA. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar.
Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls hefst í dag og spannar fjórar næstu helgar. Svæðið sem verður tekið fyrir er Hornafjörður og Djúpivogur. Námskeiðið er á vegum Ríkis Vatnajökuls og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.
Formaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi bjóða umhverfisráðherra að koma til Austurlands og kynna sér þau jákvæðu áhrif sem álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hefur haft fyrir samfélagið á Austurlandi. Kemur boðið í kjölfar ummæla ráðherrans um að álverið hafi haft neikvæð áhrif á landsvísu og lítil áhrif á Austurlandi. Hér á eftir fer bréf SSA til Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Á miðvikudagskvöld var stofnuð unglingadeild hjá Björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum og ber hin nýja deild nafnið Héraðsstubbarnir. Undanfarin ár hefur verið samstarf við félagsmiðstöðvar með unglingastarf, sem leiddi til stofnunarinnar.
Samkaup hf. hafa yfirtekið alla samninga starfsfólks í verslunum Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) á Austurlandi, en Samkaup yfirtaka jafnframt allan rekstur verslananna, eins og frá hefur verið greint í fréttum. Engum hefur verið sagt upp fram til þessa utan starfsfólki á skrifstofu KHB.
Á miðvikudag í síðustu viku var starfsfólki allra verslana KHB á Austurlandi boðið með tölvupóstskeyti til fundar á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld, þar sem stjórn skýrði stöðu mála fyrir starfsfólki. Auk starfsfólks á Egilsstöðum mættu starfsmenn KHB á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði á fundinn.