Það hefur lengi verið eitt af áhugamálum mínum að koma upp safni í Neskaupstað, Kommasafni, sem innihéldi upplýsingar um hálfrar aldar valdatíð vinstri manna í Neskaupstað eða þaðan af meira. Ég vil nefna það Kommasafn.
Jónas Egilsson stjórnmálafræðingur bloggar á bloggvef Morgunblaðsins um dóminn yfir mönnunum sem dæmdir hafa verið til fésekta vegna aksturs á sexhjóli við hreindýraveiðar. Hann segir ríkisvaldið skulda veiðimönnum og leiðsögumönnum skýringar á því hvernig skuli staðið að veiðum hreindýra á Íslandi.
Nú virðist sem í algjört óefni sé komið hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og fjárhagsstaðan slík að ógjörningur sé að fleyta rekstrinum áfram. Samkvæmt heimildum Austurgluggans eru Samkaup reiðubúin til að kaupa verslunarrekstur KHB á Austurlandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Jafnframt mun N1 vilja kaupa hraðbúð og söluskála á Egilsstöðum og Höfn. Það hvort KHB komist hjá að óska eftir greiðslustöðvun stendur og fellur með því að gengið verði frá þessum samningum. Skuldir KHB munu nema allt að tveimur milljörðum króna.
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda fólki á að ferðast ekki um hálendið á vanbúnum bílum en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Þó að GSM samband sé stöðugt að batna á hálendinu er enn langt frá því að samband sé alls staðar.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni tvo menn í 80 þúsund króna sekt hvorn, fyrir hreindýraveiðar á sexhjóli og til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna. Þá voru mennirnir sviptir veiðikorti í eitt ár.
Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn.
Samkaup hf. og Kaupfélag Héraðsbúa hafa náð samkomulagi um kaup Samkaupa á verslunarrekstri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra. Þá mun Samkaup kaupa fasteignir Kaupfélags Héraðsbúa sem tilheyra þessum verslunum, að undanskildum fasteignum á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Samkomulagið felur jafnframt í sér að Samkaup mun yfirtaka ráðningarsamninga við allt starfsfólk KHB í þessum verslunum.