Allar fréttir

Kaldar strendur - heitir straumar

Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu tólf listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á síðastliðnu ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.

22020under20the20vulcano2080x80.jpg

Lesa meira

Breiðdalshreppur vill að byggðakvóta verði úthlutað jafnt á báta

Breiðdalshreppur hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að í stað þess að miða við landaðan afla í úthlutun byggðakvóta, verði byggðakvóta sveitarfélagsins úthlutað jafnt á þá báta sem sækja um og uppfylla skilyrði reglugerðar um úthlutunina að öðru leyti.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Vegfarendur vari sig á fljúgandi hálku

Mikið vetrarríki er nú á Austurlandi og víða fljúgandi hálka á vegum utan og innan þéttbýlis. Þannig hafa orðið í það minnsta fjórir árekstrar innanbæjar á Egilsstöðum í dag, svo dæmi sé tekið og fólk hefur dottið í hálkunni og meitt sig.

Víða í fjórðungnum eru él og hálka eða snjóþekja. Snjóað hefur töluvert og því hætta á skafbyl ef einhver vindur er að ráði. Breiðdalsheiði er þungfær, Öxi og Hellisheiði ófærar og ófært í Mjóafjörð.

vefur_snjr.jpg

Arnbjörg, Björn og Ólöf í Fjarðabyggð eftir helgina

Björn Bjarnason, Ólöf Nordal og Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, verða með fundi í Fjarðabyggð í næstu viku.
Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á Fjarðahóteli Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00, þar sem Björn og Arnbjörg verða framsögumenn og á Hótel Capitano á Norðfirði á miðvikudag klukkan 12:00, en þar hafa Björn og Ólöf framsögu.

04_03_1---stock-market-prices_web.jpg

Komir þú á Grænlandsgrund

Grænlandskynning var í Slysavarnarfélagshúsinu í Neskaupstað fyrr í dag og var húsfyllir. Það var Norðfirðingurinn Stefán  Herbertsson, sem hefur verið viðloðandi Grænland síðustu tíu árin og er nú með fasta búsetu þar, sem var með kynninguna. Frásögn hans af landi og þjóð var ákaflega skemmtileg og umfram allt fróðleg. Það var húsfyllir á fundinum og góður rómur gerður að máli Stefáns.

stefn_herbertsson_vefur.jpg

Lesa meira

Nýir eigendur að versluninni Við Voginn

Á föstudag tóku nýir eigendur við versluninni Við Voginn á Djúpavogi. Eigendaskiptin fóru fram fyrir milligöngu Djúpavogshrepps, í fullu samráði við fyrri eigendur, að því er segir í frétt frá sveitarfélaginu. Fyrirtækið er nú í eigu Vogs ehf. og Djúps ehf., en eigendur þeirra fyrirtækja eru Emil Karlsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jón Karlsson og Jónína Guðmundsdóttir.
Fyrri eigendur vilja koma á framfæri þökkum til heimamanna, starfsmanna, allra viðskiptavina og birgja fyrir ánægjuleg viðskipti í u.þ.b. tvo áratugi. Jafnframt senda þeir árnaðaróskir til hinna nýju eigenda.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar