Allar fréttir

Myndir frá Ormsteiti

ImageMyndir Austurgluggans frá Ormsteiti 2008 eru komnar inn í myndasafn vefsins. Við vorum á opnunarhátíðinni, Hallormsstaðardegi, kvöldvökunni og Fljótsdalsdegi. Sjá má myndasöfnin með að smella hér .

Rafmagnsleysi á nýársnótt

Bilun í Kárahnjúkavirkjun um miðnæturleytið orsakaði að rafmagn fór í nokkra stund af álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í nótt. Að sögn vaktmanns hjá RARIK fór rafmagn einnig af á Djúpavogi og Breiðdal í stuttan tíma. Fljótlega tókst því að koma rafmagni á aftur.

Opinn fundur um hafrannsóknir í dag

Síldarvinnslan hf. og Hafrannsóknarstofnun standa fyrir opnum fundi um rannsóknir á uppsjávarfiskum í Egilsbúð, Neskaupstað í dag kl. 14:00.

1042_15_3---north-shields-fish-quay_web.jpg

Lesa meira

Einar Bragi Bragason er Austfirðingur ársins 2008

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!

Úrslit liggja fyrir í vali lesenda vefsins á Austfirðingi ársins 2008. Það er skemmst frá því að segja að Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði, hlaut flest atkvæði.

Aðrir sem komu sterkir inn voru Matthildur Matthíasdóttir og foreldrar hennar í Neskaupstað fyrir aðdáunarvert æðruleysi og dugnað í erfiðum veikindum Matthildar, Ólafur Kristinn Kristínarson, fyrir óbilandi drifkraft í málefnum utandeildarknattspyrnu á Austurlandi, Jón Hilmar Kárason, tónlistarmógúll í Neskaupstað og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi, fyrir störf sín að verkalýðsmálum.

photo_16.jpg

Lesa meira

Farið varlega með flugeldana!

Nú eru áramótin að nálgast og því miður fylgja þeim alltaf flugeldaslys. Ólöf Snæhólm, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir  tölfræði sýna að dagana fyrir og eftir áramót séu drengir í mestri hættu þegar kemur að flugeldaslysum. Flest verði þau þegar teknir eru í sundur flugeldar og gerðir úr þeim sprengjur sem valda alvarlegustu slysunum; jafnvel örkumlun.

picture5_copy.jpg

Lesa meira

Læknum á Austurlandi sagt upp og endurráðið með breyttu vaktfyrirkomulagi

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) er nú að senda út uppsagnarbréf til allra lækna stofnunarinnar og taka þær gildi um áramót.

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að fyrirhugaðar séu uppsagnir ráðningarsamninga við lækna stofnunarinnar vegna þess að gera eigi breytingar á vaktafyrirkomulagi.

logo.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar