Allar fréttir

Kvartað undan aðbúnaði

Aðstandendur konu, sem býr á dvalarheimili aldraðra á Djúpavogi, hafa kvartað undan aðbúnaði á heimilinu við heilbrigðisyfirvöld. Konan hefur tvisvar á skömmum tíma dottið fram úr rúmi sínu að næturlagi og í annað skiptið lá hún á gólfinu það sem eftir var nætur.

 

Lesa meira

38 Heilborun

Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi telur heilborun með risabor úr Kárahnjúkum raunhæfan kost til að vinna þau göng
sem vantar í fjórðungnum
Að fara yfir fjall eða undir

Lesa meira

35 Jarðgöng á Mið – Austurlandi.

Fyrir rúmlega 20 árum var mikil umræða meðal sveitastjórnarmanna á Austurlandi um að gera jarðgöng með það að markmiði  að rjúfa vetrareinangrun.  Upphafsmenn þessarar umræðu  voru  Jónas Hallgrímsson þá bæjarstjóri á Seyðisfirði og Logi Kristjánsson þá bæjarstóri á Neskaupsstað. Margar hugmyndir voru inn í myndinni, en eftir umfjöllun í jarðganganefnd var talið raunhæfast að gera T-göng  frá Seyðisfirði til Neskaupsstaðar gegnum Mjóafjörð og frá Mjóafirði upp í Eyvindardal og tengjast þannig Héraði.

 

 

Lesa meira

Skriðuklaustur styrkt

Skriðuklaustursrannsóknir fengu 2,5 milljónir úr úthlutun fornleifasjóðs fyrir árið 2008. Alls var 25 milljónum króna úthlutað til þrettán verkefna. Umsóknir voru 38 talsins. Byrjað verður að grafa í rústum klaustursins í Fljótdal í byrjun júní.

 

31 JARÐGÖNG Á MIÐ - AUSTURLANDI

 Það vakti athygli þegar hópur áhugafólks um jarðgangagerð hittist í Mjóafirði í lok júnímánaðar. Á þessum fundi má segja að endurvakin hafi verið umræða, sem að mestu hafði legið niðri í tvo áratugi, um gerð jarðganga á Mið – Austurlandi, þ.e. frá Eskifirði til Seyðisfjarðar með viðkomu í Norðfirði og Mjóafirði og frá fjörðunum til Héraðs.

Lesa meira

30 Pistill fluttur í Hljóðnemanum

Pistill fluttur í Hljóðnemanum    júní   2002
Flytjandi   Guðrún Katrín Árnad.


Ágætu Austfirðingar mig langar til að deila með  ykkur  draumi mínum um Austurland framtíðarinnar.

 Ég sé fyrir mér ósköp venjulega fjölskyldu hjón með tvö börn búsetta á Seyðisfirði.  Maðurinn vinnur  í álverinu á Reyðarfirði , konan vinnur á Eskifirði, börnin eru í framhaldsskóla. Annað þeirra stundar nám  á Egilsstöðum , hitt  á Neskaupstað.
Á hverjum morgni fer  fjölskyldan til vinnu eins og aðrar fjölskyldur. Maðurinn tekur vinnubílinn frá Álverinu, stúlkan fer með skólabílnum til Egilsstaðar,konan ekur á fjölskyldubílnum til Eskifjarðar.
Venjulega tekur sonurinn skólabílinn til Neskaupstaðar , en í dag ákvað húsmóðirin að keyra hann í skólann um leið og hún færi í vinnu.

 

Lesa meira

34 Veggöng á Austurlandi til eflingar byggðar.

Stóri nafarinn er kominn.

Morgunblaðið birti 14. maí 1985 grein þar sem Sigurður Gunnarsson, þá sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, fjallaði um veggöng milli Fáskrúðfjarðar og Reyðarfjarðar undir yfirskriftinni “Hlauptu heim og sæktu stóra nafar föður þíns”.  Nú 18 árum síðar hefur Sigurði og öðrum austfirðingum orðið að ósk sinni, verið er að gera veggöng milli fjarðanna með hinum hefðbundna “stóra nafar” þ.e. borun og sprengingum.   En nú er fyrst hinn eiginlegi “stóri nafar” kominn, jarðgangabor Impregilo, einn af þremur til að bora aðkomu- og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar