Allir tíu oddvitar þeirra flokka sem fram bjóða í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar eru á einu máli um að Reykjavíkurflugvöllur skuli hvergi fara. Staðsetning hans sé hreint og beint þjóðaröryggismál.
Sem fræðimaður og áhugamaður um byggðamál skrifa ég hér átta stuttar greinar um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi að mínu mati. Í sjötta sæti er lægri fjármagnskostnaður, háir vextir hafa farið illa með landsbyggðirnar.
Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar.
Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.
Fylgi hrynur af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í Norðausturkjördæmi meðan Viðreisn sækir áfram í sig veðrið, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína birti í gær. Hreyfingarnar hafa veruleg áhrif á röðun þingmanna kjördæmisins.
Það tekið árafjöld, svita og einhver tár í og með en í haust náðist endanlega að ljúka því sem ljúka þurfti á Beituskúrssvæðinu í Neskaupstað. Þar nú fyrirtaks aðstaða í Beituskúrnum sjálfum, aldeilis ágætt eldhús og síðast en ekki síst glænýr, en þó eldgamall, veislusalur í því sem kallað er Rauða húsið. Þar stendur til að bjóða í jólahlaðborð á næstunni.
Hægt er að fylgjast með framboðsfundi Austurfréttar/Austurgluggans með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi í beinni útsendingu hér á Austurfrétt.