Allar fréttir
Mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi 4: Vegakerfi sem gerbreytir búsetuskilyrðum á Norður- og Austurlandi
Sem fræðimaður og áhugamaður um byggðamál skrifa ég hér átta stuttar greinar um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi að mínu mati. Í fjórða sæti er vegakerfi sem gerbreytir búsetuskilyrðum á Norður- og Austurlandi.Egilsstaðaflugvöllur senn að bætast við leiðakerfi strætó
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur lagt blessun sína yfir að bætt verði við strætóstoppi utan við flugstöðina á Egilsstöðum eins og mörg köll hafa verið eftir síðan tekið var upp bílastæðagjald við völlinn snemma í sumar.
Bæta þarf merkingar allar við Stórurð til muna
Þó þrjú og hálft ár séu liðin síðan náttúruvættið Stórurð og næsta nágrenni voru formlega friðlýst sem landslagsverndarsvæði vantar enn töluvert upp á að göngufólk á þessum slóðum átti sig á að svæðið sé friðlýst og hvað megi og hvað ekki sökum þess. Bæta þarf upplýsingagjöf töluvert.
Mest hlutfallsleg fækkun skemmtiferðaskipa og farþega til Seyðisfjarðar
Samkvæmt áætlun Ferðamálastofu mun áfram draga úr umferð skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar á næsta ári eins og raunin hefur verið á yfirstandandi ári. Flest skip komu þangað í höfn 2023 eða 114 talsins en verða á næsta ári 89.
Lögreglan telur árás með járnkarli hafa verið tilraun til manndráps
Lögreglustjórinn á Austurlandi telur að árás karlmanns gegn fyrrum sambýliskonu sinni á Vopnafirði hafi verið sérlega alvarleg og heppni að konan hafi lifað hana af. Landsréttur heimilaði manninum að taka út hluta gæsluvarðhaldsins á geðdeild.Rúmlega 23 prósent fjölgun á kjörskrá í Mjóafirði
Alls eru 16 einstaklingar að þessu sinni á kjörskrá í einni allra minnstu kjördeild landsins í Mjóafirði. Síðustu tvennar Alþingiskosningar hefur fjöldi atkvæðabærra í firðinum verið 13 talsins svo fjölgunin er rúmlega 23 prósent.