Þrátt fyrir ungmennaráð, ráðstefnur og fundi um ungmenni og almenna vitundarvakningu um það að ungmenni vilji láta heyra í sér, þá er oftar en ekki talað um okkur en ekki við okkur. Ungmennum líður oft eins og þau eigi ekki stað í samfélaginu og séu hálfgerðar geimverur sem fljóta bara framhjá í önnum dagsins.
Miðflokkurinn býður fram í kosningum sameinuðu sveitafélagi Fljótdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri þann 19. september. Þröstur Jónsson mun leiða listann.
Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum leituðu í austfirska málhefð þegar koma þurfti upp merkingum til að áminna gesti stöðvarinnar um að halda tveggja metra samskiptafjarlægð.
Mjög góð makrílveiði var í Smugunni í gær og eru þrjú skipanna sem tengjast Síldarvinnslunni á landleið en Bjarni Ólafsson AK lýkur við að landa rúmlega 1000 tonnum í Neskaupstað í dag. Um er að ræða gæðahráefni.
Vopnafjarðarhreppur hefur lagt fram skipulagslýsingu að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Vopnafirði. Samkvæmt því verður húsið að Hafnarbyggð 16, betur þekkt sem Gamla rafstöðin, rifið. Skiptar skoðanir eru um gjörninginn.