Allar fréttir

Tveir smitaðir af COVID um borð í Norrænu

Í tilkynnningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um borð í Norrænu sem er á leið til landsins eru tveir farþegar sem greindust jákvæðir við Covid-19 í skimun í Danmörku og hafa þeir verið í einangrun um borð. Ekki leikur grunur á að aðrir farþegar hafi smitast.

Lesa meira

Stigar og pallar við Stuðlagil brátt tilbúnir

Búið er að koma upp stálstigum og útsýnispöllum niður að Stuðlagili við bæinn Grund á Efri Jökuldal. Lítilsháttar frágangsvinna er eftir en bíður hún þess að verktakinn komi úr sumarfríi. Reiknað er með að endanlega ljúki framkvæmdum í næsta mánuði.

Lesa meira

Hálslón á yfirfall

Vatn byrjaði að renna um yfirfall Hálslóns á laugardag og niður farveg Jökulsár á Dal á laugardag. Áin er þar með heldur fyrr á yfirfalli en undanfarin ár.

Lesa meira

Eitt brot á sóttkví til rannsóknar

Lögreglan á Austurlandi hefur til rannsóknar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum í rúma viku.

Lesa meira

Vilja stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík

Náttúruminjasafn Íslands vill stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík. Safnið myndi byggja á steinasöfnun Björns Björgvinssonar sem búsettur er á staðnum. Tveir jarðfræðingar hafa unnið s.l. tvo mánuði við að flokka steina og mynda þá. Um er að ræða safn upp á um tuttugu þúsund steina.

Lesa meira

Talsverðar breytingar á lista Austurlistans

Talsverðar hreyfingar eru milli sæta á frambjóðendum Austurlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi. Engar breytingar eru þó á efstu fimm sætunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.