Allar fréttir

Pólska listamenn skortir tækifæri til að sýna verk sín þrátt fyrir að búa á Íslandi

Pólska listahátíðin Vor eða Wiosna var formlega sett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um síðustu helgi en hún stendur út föstudag. Wiola Ujazdowska, sýningarstjóri segir marga pólska listamenn hafa flust til Íslands, meðal annars því tjáningarfrelsi í fæðingarlandinu sé sífellt að þrengjast, en þeir hafi takmörkuð tækifæri til að sýna verk sín hérlendis.

Lesa meira

Engir meiraprófsmenn fást til starfa hjá Terra

Jón Trausti Guðjónsson rekstrarstjóri Terra á Austurlandi segir að hvorki hafi gengið né rekið að fá starfsfólk til vinnu hjá fyrirtækinu í sumar. Þá vanti aðallega fólk með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Þrátt fyrir að hafa auglýst á landsvísu hefur þeim ekki tekist að ráða neinn.

Lesa meira

Fullmannað í sláturhúsinu á Vopnafirði í haust

Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að starfsemin hjá þeim sé fullmönnuð fyrir sláturtíðina sem hefst nú um mánaðarmótin. Starfsmenn streyma til landsins þessa dagana.

Lesa meira

Tíu dagar frá síðasta smiti

Tíu sólarhringar eru nú liðnir frá því að síðast greindist Covid-19 smit á Austurlandi. Áfram fækkar þeim sem eru í sóttkví.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.