Bæjarráð Seyðisfjarðar krefst þess að ofanflóðasjóður verði fjármagnaður að fullu og gert kleift að uppfylla skyldur sínar. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðsins á síðasta fundi þess.
Pólska listahátíðin Vor eða Wiosna var formlega sett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um síðustu helgi en hún stendur út föstudag. Wiola Ujazdowska, sýningarstjóri segir marga pólska listamenn hafa flust til Íslands, meðal annars því tjáningarfrelsi í fæðingarlandinu sé sífellt að þrengjast, en þeir hafi takmörkuð tækifæri til að sýna verk sín hérlendis.
Finnska skútan Hetarios hefur undanfarna daga siglt um Austfirði. Skútan er í eigu þýska auðjöfursins Otto Happel og skráð með heimahöfn á Caymann-eyjum. Hún hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir hönnun.
Jón Trausti Guðjónsson rekstrarstjóri Terra á Austurlandi segir að hvorki hafi gengið né rekið að fá starfsfólk til vinnu hjá fyrirtækinu í sumar. Þá vanti aðallega fólk með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Þrátt fyrir að hafa auglýst á landsvísu hefur þeim ekki tekist að ráða neinn.
Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að starfsemin hjá þeim sé fullmönnuð fyrir sláturtíðina sem hefst nú um mánaðarmótin. Starfsmenn streyma til landsins þessa dagana.
Búið er að steypa upp nýbygginguna við Múlann á Neskaupstað. Nýbyggingin er hluti af framkvæmdum við að breyta gömlu kjörbúðinni Nesbakka í skrifstofuhúsnæði undir nafninu Múlinn.