Allar fréttir

Skipað að fjarlægja hana úr íbúabyggð

Íbúa á Reyðarfirði hefur verið skipað að fjarlægja tvo hana úr híbýlum sínum. Hanahald er bannað í Fjarðabyggð og nágrannar hafa kvartað undan fuglunum.

Lesa meira

Sýni tekin á Seyðisfirði á morgun

Taka þarf sýni úr farþegum Norrænu þegar ferjan kemur til hafnar á Seyðisfirði í fyrramálið þar sem ekki tókst að senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja í morgun. Farþegar geta þurft að bíða í upp undir sólarhring eftir niðurstöðum.

Lesa meira

Tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Neskaupstað

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Sigurði Sigurðarsyni og dæmdi hann til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa margsinnis stungið mann í Neskaupstað í fyrra. Héraðsdómur Austurlands hafði áður dæmt hann til 6 ára fangelsisvistar.

Lesa meira

Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?

Flugvöllurinn í Vatnsmýri þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og sem slík skiptir staðsetning og umgjörð flugvallarins miklu máli. Enn mikilvægara er þó hlutverk flugvallarins sem miðstöð sjúkraflugs í landinu, en þar er um brýnt öryggismál landsmanna að ræða. Uppbygging á nýju bráða- og háskólasjúkrahúsi fer nú fram við Hringbraut.

Lesa meira

Miklar hitasveiflur á Austurlandi

Hæsti og lægsti hiti á láglendi í dag er á sömu veðurstöðinni, Seyðisfirði. Samhliða miklum hlýindum á Austurlandi síðustu daga hafa líka myndast kjöraðstæður fyrir kuldapolla á nóttunni.

Lesa meira

Helgin: Kastmót á Vilhjálmsvelli, knattspyrna og myndlist

Íþróttastarf er hægt og rólega að færast í eðlilegt horf hér á Austurlandi líkt og annarsstaðar á landinu. Auk þess sem leikið verður í bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu um helgina verður boðið upp á skemmtilegt mót á Vilhjálmsvelli þar sem spjótkastarar í fremstu röð, sem eiga það sameiginlegt að æfa undir handleiðslu Einars Vilhjálmssonar, reyna við persónuleg met auk þess sem keppt verður í kúluvarpi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar