Allar fréttir

„Mér datt ekkert annað í hug“

Hreinn Guðvarðarson, sem lengi var bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal en býr nú á Sauðarkróki, hefur um árabil lagt fyrir sig vísnagerð. Hann hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók sem hann nefnir Sýndaralvara og hefur að geyma vísur sem orðið hafa til á ýmsum tímum og af ýmsu tilefni.

Lesa meira

Leikir helgarinnar: Markaleikur í Fjarðabyggðarhöllinni

Austfirsku knattspyrnuliðin léku sína fyrstu deildarleiki um helgina. Karlaliðin léku öll á útivelli og tókst engu þeirra að næla í þrjú stig en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hófu leik í 2. deild kvenna með sigri á Fram.

Lesa meira

Forsetinn klippti á borða við Lyngholt

Það var hátíðleg stund á Reyðarfirði í gær þegar viðbygging við leikskólann Lyngholt var formlega tekin í notkun. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, klippti á borðann ásamt Karli Óttari Péturssyni, bæjarstjóra.

Lesa meira

Um 300 sýni tekin í Norrænu

Um 300 af rétt um 460 farþegum með Norrænu munu þurfa að fara í sýnatöku þegar ferjan leggst að bryggju nú í morgunsárið. Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa svæðisins til að gæta, nú sem fyrr, vel að smitvörnum.

Lesa meira

Helgin: Dillivænt danspopp á Djúpavogi

Helgin er með rólegra móti á Austurlandi, enda talsvert um að vera í tengslum við þjóðhátíðardaginn í vikunni. Fjölmargar listsýningar sem opnuðu þá eru opnar um helgina og þá er boðið upp á sólstöðugöngu, tónleika á Eskifirði og ball á Djúpavogi.

Lesa meira

Rúmar 11 milljónir í verkefni á Austurlandi

Minjastofnun úthlutaði nýverið viðbótarframlögum úr húsafriðunarsjóði en hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna efnhagssamdráttar í kjölfar Covid-19 var að veita 100 milljónum aukalega í sjóðinn. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni, þar af 5 á Austurlandi.

Lesa meira

Gaf vel til viskíveiða

Það var heldur óvanalegur fengurinn sem Hreinn Elí Davíðsson náði að landi þar sem hann var að dorga við eina af bryggjunum á Seyðisfirði. Á enda línunnar var óátekin viskíflaska sem greinilega hafði verið lengi í sjó.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.