Allar fréttir

Varað við blæðingum í vegum eystra

Vegagerðin varar við aðstæðum á Fjarðarheiði og milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar þar sem blæðingar eru í vegunum. Eins er varað við slitlagskögglum sem brotna af bílum og geta verið varasamir.

Lesa meira

„Einblíndi á hvað ég væri heppin“

Pálína Margeirsdóttir á Reyðarfirði er meðal þeirra sem taka þátt í stuðningsneti Krabbameinsfélags Íslands og Krafts sem miðar að því að styðja krabbameinssjúklinga og aðstandendur á jafningjagrundvelli. Pálína þekkir sjúkdóminn vel af eigin raun, báðir foreldrar hennar létust úr krabbameini en hún sjálf hafði betur þegar hún greindist árið 2016.

Lesa meira

Kallað eftir afstöðu gagnvart fiskeldi í Norðfjarðarflóa

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir umsögnum þriggja stofnana og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um hvort rétt sé að banna laxeldi í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er Viðfirði og Hellisfirði.

Lesa meira

Áhyggjur af hraðakstri í byrjun sumars

Lögreglan á Austurlandi hefur áhyggjur af auknum hraðaakstri í byrjun júní. Umferðarlagabrotum fjölgaði um 65% fyrstu daga júní miðað við sama tímabil síðustu fimm ár.

Lesa meira

Veður

„Mældu rétt!“

Einmuna blíða er víðast hvar á Austurlandi í dag og raunar um allt Norðausturhorn landsins. Hiti fór yfir 20 stig á Egilsstöðum í hádeginu og samfélagsmiðlar loga af innibyrgðu veðurgrobbi Héraðsbúa, sem ekki fengu mikil tækifæri til að viðra það (hohoho) síðasta sumar.

Lesa meira

Þrefalt fleiri farþegar í maí en apríl

Farþegar um flugvöllinn á Egilsstöðum voru þrefalt fleiri í maí heldur en þeir voru í apríl. Þeim fækkar hins vegar um rúm 70% samanborið við sama tíma í fyrra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.