Allar fréttir

Varað við blæðingum í vegum eystra

Vegagerðin varar við aðstæðum á Fjarðarheiði og milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar þar sem blæðingar eru í vegunum. Eins er varað við slitlagskögglum sem brotna af bílum og geta verið varasamir.

Lesa meira

„Einblíndi á hvað ég væri heppin“

Pálína Margeirsdóttir á Reyðarfirði er meðal þeirra sem taka þátt í stuðningsneti Krabbameinsfélags Íslands og Krafts sem miðar að því að styðja krabbameinssjúklinga og aðstandendur á jafningjagrundvelli. Pálína þekkir sjúkdóminn vel af eigin raun, báðir foreldrar hennar létust úr krabbameini en hún sjálf hafði betur þegar hún greindist árið 2016.

Lesa meira

Kallað eftir afstöðu gagnvart fiskeldi í Norðfjarðarflóa

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir umsögnum þriggja stofnana og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um hvort rétt sé að banna laxeldi í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er Viðfirði og Hellisfirði.

Lesa meira

Áhyggjur af hraðakstri í byrjun sumars

Lögreglan á Austurlandi hefur áhyggjur af auknum hraðaakstri í byrjun júní. Umferðarlagabrotum fjölgaði um 65% fyrstu daga júní miðað við sama tímabil síðustu fimm ár.

Lesa meira

Veður

„Mældu rétt!“

Einmuna blíða er víðast hvar á Austurlandi í dag og raunar um allt Norðausturhorn landsins. Hiti fór yfir 20 stig á Egilsstöðum í hádeginu og samfélagsmiðlar loga af innibyrgðu veðurgrobbi Héraðsbúa, sem ekki fengu mikil tækifæri til að viðra það (hohoho) síðasta sumar.

Lesa meira

Þrefalt fleiri farþegar í maí en apríl

Farþegar um flugvöllinn á Egilsstöðum voru þrefalt fleiri í maí heldur en þeir voru í apríl. Þeim fækkar hins vegar um rúm 70% samanborið við sama tíma í fyrra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar