Allar fréttir

Grískar jólakökur - dýfðar upp úr hunangssírópi.

Í jólablaði Austurgluggans sem kom út í liðinni viku voru tekin viðtöl við þrjár konur frá Austurlandi sem allar búa erlendis. Í viðtölunum voru þær spurnar hvað væri þeirra uppáhalds jólakökur frá landinu sem þær búa í. Næstu daga munum við birta uppskriftir þessum kökum. Í dag byrjum við á henni Katrínu Ósk Sigurbjörnsdóttur sem býr í Grikklandi. 

Lesa meira

Eyjólfshakkið

Örlagasaga. Jólin 2019

Þegar ég var við nám í Reykjavík, fyrir mörgum árum síðan, bárust mér reglulega litlir glærir pokar fullir af hakki. Þeir voru látlausir, ómerktir og varð ekki ráðið af þeim hver sendandi var. Það var rækilega hnýtt fyrir enda pokanna til að fyrirbyggja skemmdir hakksins. Öll handbrögð voru til marks um vandvirkni og einlæga virðingu fyrir hakkinu. Ég vissi fyrir víst að faðir minn stóð að baki þessum sendingum. Að öðru leyti var mér ekki kunnugt um uppruna, tilurð eða framleiðslu hakksins. Var hakkið nefnt Eyjólfshakkið eða Örlagahakkið.

Lesa meira

Húsnæðismál og velferð barna í brennidepli

Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar er hálfnað og þykir mér á þeim tímamótum vert að líta um öxl. Ég fer fyrir mikilvægu ráðuneyti og víðfeðmum málaflokkum sem snerta almenning allan. Húsnæðismál eru þar ofarlega á blaði og einsetti ég mér strax í upphafi að mynda traustari umgjörð um húsnæðismál á Íslandi en verið hefur. Í þeim efnum hef ég lagt áherslu á að tryggja nægjanlegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Á þeim tveimur árum sem liðin eru hefur farið fram mikil endurskipulagning og umbótavinna á sviði húsnæðismála bæði hjá ríki og sveitarfélögum og er henni hvergi nærri lokið.

Lesa meira

Minnast þeirra sem fórust í snjóflóðunum 1974

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í dag þar sem 45 ár eru liðin síðan tólf manns létust í snjóflóðum sem féllu á Neskaupstað. Sérstaklega verður minnst sóknarprestsins Páls Þórðarsonar sem tókst á hendur erfitt verk eftir flóðin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar