Allar fréttir

Fleiri sýna Rafveitu Reyðarfjarðar áhuga

Íslensk orkumiðlun hefur óskað eftir að fá að gera tilboð í hluta eigna Rafveitu Reyðarfjarðar. Ákvörðunar um sölu á Rafveitunni er að vænta á bæjarstjórnarfundi í dag.

Lesa meira

Umhverfisvænni umbúðir hvetja til umhverfisvænna jólahalds

Ungmennaráð og félagsmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs bjóða gestum að koma og taka þátt í að pakka jólagjöfunum inn á umhverfisvænan hátt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Markmið viðburðarins er meðal annars að hvetja fólk til að hugsa út í afleiðingar mikillar neyslu um jólin.

Lesa meira

Sagði íbúafundinn hafa verið ætlaðan eftir að ákvörðun lægi fyrir

Rúnar Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Fjarðabyggð, sagði íbúafund um fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarða hafa átt að fara fram eftir að ákvörðun lægi fyrir um söluna en ekki fyrir eins og aðrir bæjarfulltrúar héldu fram á íbúafundinum sem haldinn var í gærkvöldi. Íbúar tortryggðu leynd sem ríkt hafði yfir viðskiptunum.

Lesa meira

Uppsögn samnings Landsvirkjunar vendipunkturinn fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar

Sú staðreynd að Landsvirkjun hefur sagt upp þjónustusamningi um orkukaup fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar gerir það að verkum að ekki er hægt að reka Rafveituna í óbreyttri mynd, að sögn bæjarfulltrúa og starfsmanna Fjarðabyggðar. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða sölu meðal bæjarbúa.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.