Allar fréttir

Þarf að skoða verkferlana þegar þoturnar fara aftur af landi brott

Sérstakar aðstæður sköpuðust sem læra þarf af þegar tvær þotur frá ungverska flugfélaginu Wizz Air hleyptu út 200 farþegum á Egilsstaðaflugvelli nýverið. Vélarnar lentu þar vegna veðurs í Keflavík og leyfðu farþegum að fara á eigin ábyrgð. Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir að almennt hafi gengið vel að taka á móti flugfélögum sem nýta Egilsstaði sem varaflugvöll.

Lesa meira

Sameiningar: Horfa verður eftir íbúðum fyrir eldri borgara í öllum byggðarlögum

Stjórnendur nýs sameinaðs sveitarfélags Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar þurfa fljótt að móta sér stefnu í þjónustu við aldraða íbúa, sem sífellt fjölgar í byggðarlögunum, verði sameining sveitarfélaganna samþykkt. Heimastjórnir, skólamál og félagsheimilið Fjarðarborg voru Borgfirðingum ofarlega í huga á íbúafundi um sameininguna á fimmtudagskvöld.

Lesa meira

Sameining sveitarfélaga á Austurlandi

Nú líður senn að því að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar en kosning mun fara fram laugardaginn 26. október nk.

Lesa meira

Hágæða troll framleidd á Eskifirði

Egersund Ísland á Eskifirði hefur mikla reynslu sviði sölu og gerð veiðarfæra og viðgerða á flottrollum og nótum. Á dögunum seldu þeir makríl- og síldartroll til Færeyja og er þetta í þriðja sinn ser það er gert.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar