Saga menningartengsla Neskaupstaðar og Rússlands teygir sig langt aftur. Sjöunda rússneska kvikmyndavikan á Íslandi var haldin fyrr í september en undanfarna viku hefur hún teygt anga sína út á land og því er við hæfi að nú á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Hamingjan er… sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað.
Hljómsveitin Valdimar kemur austur og heldur tónleika í Valhöll á Eskifirði næstkomandi laugardag, þann 21. september. Þeir félagar eru vera virkilega spenntir fyrir tónleikunum en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram á Eskifirði.
Undanfarin ár hefur sést til flækingsfugla sem kallast grátrönur hér á íslandi. Fuglarnir hafa sést útum allt land og nokkrum sinnum hérna fyrir austan. Náttúrustofa Austurlands hefur ekki látið þessa nýju gesti okkar fram hjá sér fara og fylgst grannt með þeim.
Lífeyrissjóðurinn Stapi lánar Vopnafjarðarhreppi rúmar 28 milljónir króna til að sveitarfélagið geti borgað sjóðnum til baka vangoldin iðgjöld frá árabilinu 2005-2016. Sjóðurinn telur farsællegast að ljúka málinu sem fyrst þótt hreppurinn hafi ekki orðið við kröfum sjóðsins til fulls.
Þáttaröðin „Ást“ hefur göngu sína í sjónvarpi Símans í kvöld. Þar er fjallað um ást, sambönd og sambandsslit frá ýmsum hliðum. Hugmyndin að þáttunum kviknað á sama tíma hjá tveimur konum sem þekktust ekkert og bjuggu í sitt hvorum landshlutanum.
Trúnaðarmaður starfsmanna hjá Vopnafjarðarhreppi hvetur starfsmenn til að fjölmenna á fund hreppsnefndar í dag til að láta hug sinn í ljósi þegar tekið verður fyrir tekið fyrir uppgjör hreppsins við lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna iðgjalda á árunum 2005-2016. Trúnaðarmaðurinn segir ekki ganga að fólkið á lægstu laununum hjá borgi fyrir rangar ákvarðanir stjórnenda sveitarfélagsins.