Allar fréttir

Gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang við endurgerð knattspyrnuvallar

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir vonbrigðum með að lítið sem ekkert hafi gerst í endurgerð knattspyrnuvallar bæjarins síðan í lok mars. Meirihlutinn telur rétt að stíga varlega til jarðar, nánari athugun á kostnaðarmati hafi bent til að ýmsir liðir væru þar vanáætlanir. Ekki er útlit fyrir að neitt verði úr framkvæmdum á þessu ári.

Lesa meira

Endurvekja trúbadorahátíð í Neskaupstað

Litla trúbadorahátíðin verður haldin í Neskaupstað um næstu helgi. Norðfirskir tónlistarmenn mynda undirstöðuna í dagskránni en einnig kemur fram Hera Hjartardóttir. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir hugmyndina hafa verið að safna saman því fólki í bænum sem sé að semja tónlist.

Lesa meira

Maxine og Lorraine á Fáskrúðsfirði

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær stöllur Maxine og Lorraine koma til Íslands. Þær tilheyra hópi sem kallast „áströlsku stelpurnar.“

Lesa meira

Báturinn brann á innan við tíu mínútum

Innan við tíu mínútur liðu frá því að eldur kom upp í ellefu metra plastbáti, sem var á siglingu milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa síðasta sumar, uns báturinn var bruninn.

Lesa meira

Stórurð og Stapavík verði friðlýst svæði

Umhverfisstofnun, í samstarfi við landeigendur jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss yst á Fljótsdalshéraði hafa lagt fram hugmyndir að jarðirnar verði friðlýstar. Stórurð og Stapavík eru meðal náttúruminja sem falla innan friðlýsta svæðisins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.