Allar fréttir

Tekist á um opnunartíma Stefánslaugar 

Hrundið hefur verið af stað undirskriftarsöfnun til að fá breytt opnunartíma Stefánslaugar í Neskaupstað breytt þannig að framvegis verði opið frá 10-16 á laugardögum í stað 12-18 eins og er. Skiptar skoðanir eru meðal Norðfirðinga um málið.

Lesa meira

Mizunodeildin farin af stað

Fjórir leikir fóru fram í Mizunodeildinni í blaki um helgina. Karla og kvennalið Þróttar Neskaupstað tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum KA og spiluðu liðin tvo leiki hvor. Karlalið Þróttar fór með sigur úr báðum sínum leikjum en kvennalið KA sigraði í sínum leikjum.

Lesa meira

Rússnesk Hamingja er... í Neskaupstað

Saga menningartengsla Neskaupstaðar og Rússlands teygir sig langt aftur. Sjöunda rússneska kvikmyndavikan á Íslandi var haldin fyrr í september en undanfarna viku hefur hún teygt anga sína út á land og því er við hæfi að nú á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Hamingjan er… sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað. 

Lesa meira

Kveikt í rusli án leyfis

Slökkvilið frá Egilsstöðum var í gærkvöldi kallað út vegna elds sem logaði í landi Blöndugerði í Hróarstungu. Ekki var vitað í hverju logaði þegar slökkviliðið var kallað út.

Lesa meira

Fótbolti: „Vissum að við myndum skora mörk“

Fáskrúðsfirðingar geta leyft sér að fagna í kvöld eftir að Leiknir tryggði sér sigur í annarri deild karla í knattspyrnu og þar með sæti í fyrstu deild næsta sumar með 1-3 sigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknismenn þurftu að hafa fyrir sigrinum eftir að hafa verið undir í hálfleik en þjálfarinn og fyrirliðinn voru sammála um að sigurinn væri samt innan seilingar.

Lesa meira

Skorar á fólk að fara í Tónspil

Tónspil í Neskaupstað hefur verið starfandi um árabil og þykir einstök því ekki eru margar álíka verslanir til á landinu. Mörgum þykir afar vænt um búðina og einn af þeim er Norðifirðingurinn Daníel Geir Moritz.  Hann ákvað skora á vini sína og aðra til að taka þátt í Tónspilsáskorunni.

Lesa meira

Fótbolti: Leiknismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum – Myndir

Leiknir Fáskrúðsfirði leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 1-3 sigur á Fjarðabyggð í lokaumferð annarrar deildar í dag. Sigurinn tryggði þeim jafnframt deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta titil félagsins í landskeppni í knattspyrnu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.