Allar fréttir
Vilja vekja athygli á fatasóun
Á degi íslenskrar náttúru setti Umhverfisráð Verkmenntaskóla Austurlands upp fataksiptaslá í skólanum. Þar geta nemendur hengt upp föt sem þau vilja gefa og tekið önnur sem þau vilja eiga. Með vilja þau vekja athygli á fatasóun og veita nemendum tækifæri að endurnýta fötin.
Markmiðið að skilja betur lífshlaup laxins
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hyggst veita andvirði 85 milljóna króna á næstu fjórum árum til rannsókna á lifnaðarháttum villta laxastofnsins. Yfirlýst markmið er að skilja betur lífshætti laxins til að geta búið honum betra umhverfi. Til þess þurfi fyrsta flokks rannsóknir.Ákærðir fyrir kannabisræktun og 15 milljóna peningaþvætti
Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikla kannabisræktun sem upprætt var við húsleit lögreglu í september í fyrra. Þeir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti upp á um 15 milljónir króna.Vilja reyna að efla flug um Norðfjarðarflugvöll
Flugfélag Austurlands og Fjarðabyggð hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf á sviði flugrekstrar á Norðfjarðarflugvelli. Flugfélagið, sem stundað hefur útsýnisflug víða um land í sumar, hefur hug á að vera með höfuðstöðvar sínar á Norðfirði í framtíðinni.Hreindýraveiðitímabilinu lokið
Hreindýraveiðitímabilinu er lokið í þetta sinn. Veiðar á hreindýrum gengu vel í sumar. Þrátt fyrir brösulega byrjun í upphafi tímabilsins. Alls voru 1326 dýr felld.