Allar fréttir
Lækkun fasteignagjalda
Fasteignamat íbúðarhúsa í Fjarðabyggð hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Um síðustu áramót hækkaði matið að meðaltali um rúm 10% en þónokkuð meira á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði eða um 14-15%. Um næstu áramót munu þau svo aftur hækka að meðaltali um 6,5%.Ormsteiti hefst: Með nýju sniði á nýjum tíma
Ormsteiti, héraðshátíð á Fljótsdalshéraði, hefst um helgina og stendur frammyfir næstu helgi. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð hátíðarinnar en hún er nú haldin með breyttu sniði á nýjum tíma undir stjórn Halldórs Warén.
Ástand Lagarfljótsbrúarinnar heldur verra en talið var
Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á brúnni yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar á næstu mánuðum. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 30 km/klst. í sumar vegna skemmda.Benedikt Karl ráðinn blaðamaður
Benedikt Karl Gröndal hefur verið ráðinn nýr blaðamaður hjá Útgáfufélagi Austurlands sem heldur úti vikublaðinu Austurglugganum og vefmiðlinum Austurfrétt.„Við þurfum bara að vinna einn leik“
Á laugardaginn var komst Leiknir á Fáskrúðsfirði upp í fyrsta sæti annarar deildar með sigri á Vestra. Þá er ein umferð eftir í deildinni þar sem Leiknir getur tryggt sér deildarmeistaratitil í leik við Fjarðabyggð.
Framkvæmdir hafnar við nýjan sjóflóðavarnargarð við Neskaupstað
Um mitt sumar hófust framkvæmdir við þriðja hluta snjóflóðavarnargarðanna norðan við Neskaupstað. Áætluð verklok eru 1. desember 2021. Vinnan gengur vel þrátt fyrir smá tafir í byrjun.