Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe ætlar að veita hátt í sjö hundruð milljónum króna í rannsóknir og innviði til verndar íslenska laxastofninum á Norðausturlandi á næstu 3-4 árum.
Ellefu mörk voru skoruð í leik Fjarðabyggðar og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag þegar liðin mættust í annarri deild karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð skoraði sjö markanna en gestirnir fá Akranesi fjögur. Þjálfari Fjarðabyggðar segir leikinn hafa verið stórskemmtilegan en hann þurfi að fara yfir varnarleik síns liðs.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar hratt í gær af stað undirskriftasöfnun á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Fellabæ til þess að knýja á um að Fjarðarheiðargöng verði færð framar í samgönguáætlun. Undirskriftirnar á að afhenda samgönguráðherra þegar hann kemur austur til að kynna skýrslu um gangakosti til Seyðisfjarðar á miðvikudag.
Kaup ríkisins á jörðinni Hellisfirði, í samnefndum firði við hlið Norðfjarðar, er hluti af áformum um vernd Gerpissvæðisins og óbyggðra svæða. Í firðinum sé að finna fágætt náttúrufar sem fengið hafi að þróast án álags frá manninum.
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa sært annan lífshættulega með hnífi í Neskaupstað um miðjan júlí, hefur verið framlengt um fjórar vikur.
Dagný Steindórsdóttir heldur þessa dagana sína fyrstu ljósmyndasýningu í kaffihúsinu Hjáleigunni að Bustarfelli. Myndirnar tók Dagný á fyrri hluta ársins í náttúrunni í kringum Vopnafjörð.
Íbúar á Austfjörðum vöknuðu allvíða við það í morgun að grátt var í fjöll. Fyrstu vegfarendur yfir Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi þurftu að fara varlega vegna krapa á vegum.