Heimamaðurinn Ívar Sæmundsson fór með sigur af hólmi í stígvélakasti, lokagrein Landsmóts UJMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið var í Neskaupstað um helgina. Ívar fór með fern gullverðlaun heim af mótinu úr kastgreinum sem hann hafði aldrei prófað áður.
Sigrún Steindóttir frá Dölum í Fáskrúðsfirði fór í dag með sigur af hólmi í keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fram fer í Neskaupstað um helgina.
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum, mun flytja erindi á árlegum fundi Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin í New York um miðjan júlí. Kristbjörg Mekkín er í yfirheyrslu vikunnar.
Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði lét ekki handleggsbrot koma í veg fyrir að hún tæki þátt í Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri en mótið var haldið í Neskaupstað um helgina.
„Auðvitað erum við að vísa í samfélagssvínin sem áætlað er að komi hingað á Borgarfjörð og kannski grínast aðeins með það,” segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, einn af vertunum í Fjarðarborg, en annað kvöld verður sannkölluð svínaveisla í bænum þar sem meðal annars verður boðið upp á beikonís.
Íþróttin Crossnet verður leikin í fyrsta skipti á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað um helgina. Íþróttinni svipar að mörgu leyti til blaks og getur nýst í að þjálfa upp árvekni blakspilara.