Allar fréttir

Flugfélag Austurlands með ferðir í tengslum við Eistnaflug

„Við viljum fara að einbeita okkur enn frekar að markaðnum hérna fyrir austan,” segir Kári Kárason, eigandi og flugrekstrarstjóri Flugfélags Austurlands, en félagið býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Neskaupstaðar, sem og útsýnisflug yfir Norðfjörð um Eistaflugshelgina.

Lesa meira

Hitinn í 23 gráður á Hallormsstað

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var á Hallormsstað, 23°C. Austfirðingar og gestir þeirra hafa slakað á og notið veðurblíðunnar í vikunni.

Lesa meira

Þótti vanta tímarit á borð við Æskuna og ABC

Fyrsta tölublað barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ er komið út en mæðgurnar Ágústa Margrét Arnardóttir og Vigdís Guðlaugsdóttir á Djúpavogi voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 fyrir skömmu og sögðu frá áherslum blaðsins sem og því hvernig hugmyndin að því kviknaði.

Lesa meira

Stefnt að jarðefnaeldsneytislausu Austurlandi

„Helsti tilgangur verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka orkunýtni á Austurlandi og draga fram áskoranir og kosti þess að hætta notkun jarðefnaeldsneyta í landsfjórðungnum,” segir Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en stofnunin hlaut á dögunum 15 milljón króna styrk frá Alcoa Foundation fyrir verkefnið Orkuskipti á Austurlandi sem hefur verið starfrækt hjá Austurbrú frá árinu 2016.

Lesa meira

Djúpivogur: Skipulag kynnt íbúum í gegnum þrívíddartækni

Djúpavogshreppur hefur gert tillögu um nýtt deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands aðgengilega almenningi í gegnum þrívídd. Umhverfissálfræðingur segir sýndarveruleika geta auðveldað kynningu á skipulagi fyrir íbúum sem aftur leiði til betri ákvarðanatöku.

Lesa meira

Þrjár plötur og bók á afmælisárinu

Tónlistarmaðurinn Prins Póló fagnar tíu ára afmæli sínu í ár og veisluhöldin eru ekki af lakara taginu. Síðastliðin föstudag leit hljómplatan TÚRBÓ dagsins ljós, þá er veglegt afmælisrit í smíðum og tvær plötur til viðbótar koma út fyrir árslok.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.