„Við viljum fara að einbeita okkur enn frekar að markaðnum hérna fyrir austan,” segir Kári Kárason, eigandi og flugrekstrarstjóri Flugfélags Austurlands, en félagið býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Neskaupstaðar, sem og útsýnisflug yfir Norðfjörð um Eistaflugshelgina.
Stjórnendur RARIK hafa horfið frá fyrri yfirlýsingum um að rekstri fjarvarmaveitu á Seyðisfirði verði hætt í lok árs. Enn er verið að leita lausna á því hvernig hús Seyðfirðinga verði hituð upp til frambúðar.
Fyrsta tölublað barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ er komið út en mæðgurnar Ágústa Margrét Arnardóttir og Vigdís Guðlaugsdóttir á Djúpavogi voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 fyrir skömmu og sögðu frá áherslum blaðsins sem og því hvernig hugmyndin að því kviknaði.
„Helsti tilgangur verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka orkunýtni á Austurlandi og draga fram áskoranir og kosti þess að hætta notkun jarðefnaeldsneyta í landsfjórðungnum,” segir Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en stofnunin hlaut á dögunum 15 milljón króna styrk frá Alcoa Foundation fyrir verkefnið Orkuskipti á Austurlandi sem hefur verið starfrækt hjá Austurbrú frá árinu 2016.
Djúpavogshreppur hefur gert tillögu um nýtt deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands aðgengilega almenningi í gegnum þrívídd. Umhverfissálfræðingur segir sýndarveruleika geta auðveldað kynningu á skipulagi fyrir íbúum sem aftur leiði til betri ákvarðanatöku.
Tónlistarmaðurinn Prins Póló fagnar tíu ára afmæli sínu í ár og veisluhöldin eru ekki af lakara taginu. Síðastliðin föstudag leit hljómplatan TÚRBÓ dagsins ljós, þá er veglegt afmælisrit í smíðum og tvær plötur til viðbótar koma út fyrir árslok.