Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur ekki forsendur til formlegrar umfjöllunar á ráðningu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í fyrra. Ráðuneytið telur meirihluta bæjarstjórnar ekki hafa farið út fyrir valdheimildir sínar við ráðninguna sjálfa en gerir athugasemd við hvernig staðið var að ákvörðun um að hefja ferlið.
„Ég hef enga trú á öðru en að góða veðrið flýti sér aðeins,” segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstað, um Skógardaginn mikla sem haldinn verður á morgun.
Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
Daninn Kurt Fredriksen var meðal þeirra farþega sem komu á farartækjum sínum með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Kurt skar sig þó úr fjöldanum því farartæki hans er Valmet dráttarvél, árgerð 1985. Á henni ætlar hann að keyra um landið næstu fimm vikur.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að greiða rúmar 44 miljónir króna af skuld við Lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna á árunum 2005-216. Meirihlutinn taldi niðurstöðuna sanngjarna í ljósi málavaxta og stöðu sveitarsjóðs en minnihlutinn vildi greiða kröfuna alla. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir að skoða þurfi áhrif sáttaboðsins á sjóðsfélaga áður en ákveðið verði hvort málinu verði haldið áfram.