Allar fréttir

Hafa áhyggjur af vinnubátum skráðum erlendis

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af tilfellum þar sem fyrirtæki gera út báta skráða erlendis til lengri tíma með áhöfnum sem ekki uppfylla íslensk lög. Framkvæmdastjóri hjá stofnuninni segir fyrirtækin nýta sér gloppur í íslenskum lögum.

Lesa meira

Þjóðhátíðahöld á Austurlandi

„Við erum í rauninni að byrja annan hring og röðin er aftur komin að Neskaupstað, þar sem fyrstu hátíðahöldin í Fjarðabyggð samkvæmt núverandi kerfi voru haldin fyrir sjö árum,” segir Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar um hátíðahöldin í tegslum við 17. júní á mánudaginn.

Lesa meira

„Eyvindará kom bara upp í hendurnar á okkur af tilviljun”

„Við förum oftast fyrst á fætur á morgnana og síðust að sofa á kvöldin,” segir Sigurbjörg Inga Flosadóttir sem rekur Hótel Eyvindará ásamt manni sínum Ófeigi Pálssyni. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti þau á dögunum.

Lesa meira

Áætlað að Vök Baths opni um næstu mánaðamót

Framkvæmdir við baðstaðinn Vök í Urriðiðavatni eru vel á veg komnar og áætlanir gera ráð fyrir að hann opni um næstu mánaðamót. Sjónvarpsstöðin N4 leit þar við fyrir skemmstu.

Lesa meira

Fyrsta sumarferð Norrænu

Um átta hundruð farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun í fyrstu ferð ferjunnar á þessu ári á sumaráætlun hennar. Nóg hefur verið um að vera í höfninni þar sem skemmtiferðaskip eru einnig á ferjunni.

Lesa meira

Tónlistarstundir í júní

Tónleikaröðin Tónlistarstundir hefur verið árviss viðburður í tónlistarlífinu á Fljótsdalshéraði frá því 2002 og á því verður engin breyting í sumar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.