„Við bara hvetjum alla skapandi einstaklinga til þess að sækja um, en það eru örfá laus pláss hjá okkur í júlí og ágúst,” segir Heiðdís Þóra Snorradóttir, verkefnastjóri Art Attack í Neskaupstað, um listamannadvölina sem verkefinu tengist.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar gagnrýnir að í frumvarpi um fiskeldi, sem liggur fyrir Alþingi, sé ekki tryggt að auðlindagjald af eldinu verði með einhverjum hætti eftir á þeim stöðum þar sem eldið er stundað. Talað hafi verið fyrir daufum eyrum þegar forsvarsfólk sveitarfélagsins hafi reynt að vekja máls á þessu.
Fyrir nákvæmlega ári fengum við skötuhjú þær stórkostlegu fréttir að annað okkar hefði unnið í happadrætti. Ekki venjulegu happadrætti reyndar, það voru engir fjármunir í spilinu. Vinningurinn var ekki af verri endanum, lítil, blá bók sem táknar frelsið sjálft. Við vorum bæði orðnir íslenskir ríkisborgarar.
Austurbrú hefur hleypt af stokkunum tveimur nýjum rafrænum námskeiðum sem ætlað er að mæta fræðsluþörf ferðaþjónustunnar á Austurlandi og auka gæði hennar. Þetta eru umfangsmestu námskeiðin af þessu tagi sem hönnuð hafa verið og framleidd innan Austurbrúar.
Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis vann á sunnudag 8-0 stórsigur á Leikni Reykjavík í annarri deild kvenna í knattspyrnu en liðin léku á Reyðarfirði. Fyrirliði liðsins segist hafa fulla trú á að liðið geti blandað sér í toppbaráttu deildarinnar.