Torvald Gjerde, organisti við Egilsstaðakirkju og Þingmúla- og Vallaneskirkju, er handhafi menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs, sem afhent voru í fyrsta sinn 17. júní.
Í lok apríl var haldinn íbúafundur á Borgarfirði eystri um heilbrigðismál. Aðaltilgangur fundarins var að ræða hvernig hægt væri að styðja við viðbragðshóp staðarins, sem sárvantar bakland. Ýmislegt fleira kom fram á fundinum sem varpar ljósi á hvernig heilbrigðisþjónusta er í hinum dreifðu byggðum.
Sólveig Sigurðardóttir er ein þeirra sem tók þátt í vorsýningu Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands á Seyðisfirði í ár. Þar sýndu Seyðfirðingar hluti sem þeir hafa safnað í gegnum tíðina, allt frá ritvélum til vespubúa, og segja má að sýningin hafi svo sannarlega endurspeglað fjölbreytta mannlífsflóru staðarins.
Hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika í Havarí á laugardagskvöldið sem marka upphafið af sumardagskránni þar sem nú eru haldin í þriðja skipti undir nafninu Sumar í Havarí.
Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni eyddu á miðvikudag kassa með sprengiefni sem virðist hafa rekið upp á land Teigarhorns í Berufirði. Ekki er talið að hætta hafi verið á ferðum en aldrei sé of varlega farið þegar sprengiefni er á ferðinni.
„Ég byrjaði ekkert á Instagram með það í huga að fá fylgjendur og verða eitthvað „stór”. Ég nota miðilinn í rauninni á nákvæmlega sama hátt og allir aðrir, deili bara myndum úr lífi mínu og stundum einhverjum pælingum sem ég er með þá stundina,” segir Héraðsbúinn Vigdís Diljá Óskarsdóttir, en hún er í yfirheyrslu vikunnar.